113182724117802293

Ég sagði frá því­ um daginn að ég hefði séð þátt á BBC sem hét Grumpy Old Men og var alveg bráðskemmtilegur. Ég velti því­ ekki fyrir mér þá hvort sá þáttur myndi höfða til beggja kynja en einhvern veginn efast ég um það. Núna er á dagskrá í­ sjónvarpinu þátturinn Grumpy Old Women. Rétt eins og í­ karlaþættinum þá eru þetta ekkert sérstaklega gamlar konur og ég efast ekki um að fyrir konur er þetta bráðskemmtilegur þáttur. Ég lenti hins vegar í­ því­ að mér var eiginlega um megn að horfa á hann. Sérstaklega vegna þess að þegar konurnar byrjuðu að kvarta þá enduðu yfirleitt flestar kvartanirnar á því­ að þetta væri nú allt körlunum að kenna. Karlar versla ekki, hugsa ekki um heimilið, ala ekki upp börnin sí­n, hugsa ekki um útlitið en gera miklar kröfur til útlits kvenna o.s.frv., o.s.frv.. Kannski er þetta allt saman satt ég skal ekki draga það í­ efa. Ég man hins vegar að í­ karlaþættinum var kvartað yfir öllu milli himins og jarðar og ekki minnist ég þess að það hafi allt (eða nokkuð af því­) verið konum að kenna.
Ég keypti mér nýjan bí­l á þórsdaginn. Ekki nýjan nýjan heldur gamlan nýjan. Hélt mér við sömu tegund og ég átti, Suzuki Baleno, nema að sá nýi er yngri, minna keyrður og station. Gamli Baleno (sem gengur undir nafninu Baldur) er því­ til sölu. Hann er hví­tur, fjórhjóladrifinn, ekinn 213.000 kí­lómetra (u.þ.b. 70.000 á vél), örlí­tið beyglaður að aftan og þarfnast ljósastillingar. Tilboð óskast.