113586747649391497

Það hefur lí­tið verið bloggað yfir jólin. Því­ veldur það að ég fékk nýja bók eftir Terry Pratchett og Civilization IV tölvuleikinn í­ jólagjöf. Reyndar er smá vandamál að spila þennan leik því­ hvorug tölvan á heimilinu virðist ráða við hann. Kompi neitar að spila hann og fartölvan spilar hann með herkjum en sýnir þó ekki kortið fyrstu umferðirnar eða þangað til maður er búinn að kanna nægilega stórt svæði. Mig langar svolí­tið í­ nýja tölvu sem ræður við svona lagað. Annars er það að frétta að ég fékk eitthvert Spyware í­ tölvuna í­ fyrradag og gegnur ekkert að losna við það. Ég skannaði bæði með ví­rusvarnarforritinu og AdAwere og í­ sameiningu fjarlægðu þessi tvö forrið 46 aðskotahluti úr tölvunni. Þrátt fyrir það tilkynnir explorerinn mér í­ hvert sinn sem ég fer á netið að ég sé með Spyware. Fór og lét tvö forrit á netinu frí­skanna tölvuna (Malawere og Spy(eitthvað)). Annað forritið fann 3 aðskotahluti og hitt 113! Hvorugt bauð þó upp á þann möguleika að fjarlægja ófögnuðinn nema ég keypti. Hvað er til ráða kæru netverjar? Er ekki bara best að fara í­ BT eða Tölvulistann og kaupa eitthvað sem fjarlægir svona þar?
Núna ætla ég hins vegar að skrifa aðeins um bí­ómyndirnar þrjár sem ég fór að sjá yfir hátí­ðirnar. Fyrst er Harry Potter og eldbikarinn.