113586800407360541

Harry Potter og eldbikarinn

Ég er ekki frá því­ að þessi Harry Potter mynd sé betri en sú sí­ðasta. Harry og vinir eru lí­ka orðin eldri og því­ ekki jafn skelfilega pí­nlegt að horfa á þau og í­ upphafi. Ég held samt að það hljóti að vera erfitt að fylgja mynunum eftir og ná söguþræðinum ef maður hefur ekki lesið bækurnar. Það eru alltof margar persónur og litlum tí­ma varið í­ persónuuppbyggingu í­ myndunum til þess að þetta geti „meikað sens“ fyrir þá sem þekkja ekki karakterana og plottið fyrir. Það sem mér fannst helsti gallinn við þessa mynd var hvað leikarinn sem lék Victor Krum var mun eldri en þeir sem léku Cedric Diggory og Fleur Delacour. Samkvæmt bókinni eiga þetta að vera 17 – 18 ára krakkar en Victor leit ekki út fyrir að vera degi yngri en 24. Sem þýðir að samband hans við Hermonie varð frekar pedófí­lskt. Emma Watson reyndar gullfalleg í­ ballatriðinu og öfundsýki Rons vel skiljanleg en þrátt fyrir glæsileika leit hún samt út fyrir að vera 13 – 15 ára og ástarsamband við 24 ára mann því­ frekar ósmekklegt (þótt hann ætti að vera 17 samkvæmt bókinni þá var það hvergi tekið fram í­ myndinni).
Sem sagt hin fí­nasta skemmtun. Samt mynd sem ég held að höfði einungis til lesenda bókanna og í­ raun að nauðsynlegt sé að hafa lesið bókina til að geta haft gaman af myndinni.
Næst verður fjallað um King Kong.