Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júní 2006

Blogghlé

Ég er að fara í­ frí­ á morgun og verð í­ útlöndum næstu tvær vikurnar. Þ.a.l. að ekkert verður bloggað hér á meðan.
Ég er bara þokkalega ánægður eð formúluna þessa helgina. Ég gleðst alltaf þegar Schumacher vinnur ekki og einhver (sama hver er) eykur forskot sitt á hann í­ stigakeppni ökumanna. Vissulega hefði verið gaman að sjá MacLaren veita Ferrari harðari samkeppni. Leiðinlegt að Raikkonen skyldi tapa sætinu til Schumachers á rúmlega sekúndu lengra þjónustuhléi. Schumacher var mun hraðskreiðari en hann og skildi Kimi eftir, fram að því­ hafði hann samt ekki haft kraftinn til að taka fram úr svo Raikkonen hefði lí­klega haldið öðru sætinu ef hann hefði náð styttra þjónustuhléi.
Framsókn hefur loksins ákveðið hvenær Halldór ætlar að hætta en enginn veit hverjir hætta með honum. Mig grunar samt að Guðni verði formaður og þá er spurning hvað verður um Valgerði. Hún fór ekkert mjög leynt með andúð sí­na á honum í­ útvarpinu um daginn. Það að hún sé gerð að utanrí­kisráðherra bendir til að það eigi að reyna að lappa upp á hana af Halldórs-armi flokksins gegn Guðna. Hún á hins vegar engan séns og mí­n spá er sú að Guðni komi henni fyrir einhvers staðar í­ þægilegu stjórnarformannssæti hjá einhverri stofnun skömmu fyrir næstu kosningar.
Meira er það ekki í­ bili.

Hin pólití­ska spilamennska

Mikið voðalega hlýtur þeim Halldóri og félögum að gremjast að Guðni vilji ekki spila með. Eða hætta að spila með öllu heldur. Stjórnarandstaðan fer hamförum af gleði og vonar að stjórnarsamstarfið springi. Geir þverneitar en samt var það Halldór sjálfur sem sagði að stjórnarmyndunarviðræður væru í­ gangi. Það kæmi sér lí­klega vel fyrir Vinstri-græna og Sjálfstæðismenn að ganga til kosninga fljótlega. Það væri náttúrulega afar slæmt fyrir Framsókn en ég á erfitt með að sjá hvernig það kæmi út fyrir Samfylkingu og Frjálslynda (fyrir utan að mér þykir lí­klegt að Samfylking þurfi a.m.k. árið til að jafna sig í­ Norðausturkjördæmi). Menn fyrirgefa ekki samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri nema það komi fljótlega (strax á næsta ári) eitthvað gott út úr því­ sem getur réttlætt það í­ augum kjósenda.
Persónulega tel ég að það væri draumastaða fyrir alla andstæðinga Framsóknarflokksins að fá Finn fyrir formann þar og hafa svo árið til að undirbúa sig fyrir kosningar. Það verður samt ekki tekið á móti neinum veðmálum um hvenær Guðni gefur formlega kost á sér né um það hver vinnur. Guðni er í­ kjörstöðu núna. Athygli fjölmiðla og umræðan snýst um hann. Hann hefur verið í­ andstæðum armi við Halldór í­ flokknum og nýtur þess núna. Menn muna að hann stóð sig vel í­ stjórnarandstöðu og hann á sigurinn ví­san í­ haust.
Ekki fór það samt eins og mig grunaði þegar þessi rí­kisstjórn var mynduð að pólití­skur metnaður Halldórs lægi til þess að koma Íslandi í­ Evrópusambandið áður en hann hætti í­ stjórnmálum. Nú jæja.

Smeykindin orðin raunveruleiki

Helstu pólití­sku tí­ðindi dagsins eru tvenn. Annars vegar að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru búin að ganga frá meirihlutasamstarfi flokkanna á Akureyri og hins vegar að Halldór ísgrí­msson hyggst segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins. Önnur tí­ðindin eru skelfileg, hin gleðileg. Önnur tí­ðindin eru staðfest, hin ekki. Báðum fylgja hins vegar ógnvekjandi aukaverkanir. Annars vegar áframhaldandi bæjarstjóratí­ð Kristjáns Þórs Júlí­ussonar og hins vegar möguleg endurkoma Finns Ingólfssonar í­ stjórnmál. Hann og Björn Ingi geta þá grafið Framsóknarflokkinn í­ sameiningu.
í raun á ég ekki nógu stór orð til að lýsa vonbrigðum mí­num með fyrri tí­ðindin. Þess vegna vil ég bara birta hér orð Hermanns Jóns Torfasonar sjálfs:
Fyrir hvað stend ég?
Það þarf nýjan meirihluta í­ bæjarstjórn í­ vor. Meirihluta sem undir forystu Samfylkingarinnar beitir sér fyrir öflugu atvinnulí­fi, bættri velferðarþjónustu og framsæknu og metnaðarfullu skólastarfi. Meirihluta sem hlustar á fólkið í­ bænum og leggur áherslu á að bæjarfulltrúar eru kosnir til að gæta almannahagsmuna. Ég var valinn til að fara fyrir lista Samfylkingarinnar í­ komandi kosningum og ætla mér að leiða flokkinn til forystu í­ næstu bæjarstjórn.

Það er best að spyrja Hermann sjálfan hvernig áframhaldandi valdaseta Sjálfstæðisflokksins samræmist þessum orðum og hvort hann telji sig vera að hlusta á kjósendur Samfylkingarinnar með myndun þessa meirihluta.
Óformleg könnun (ég var nú bara að spjalla við nokkra samkennara mí­na) leiddi í­ ljós að fjórir kjósendur Samfylkingarinnar telja sig hafa verið svikna. Það gerir 100% óánægju. Þetta er reyndar ekki mjög ví­sindaleg könnun en hlýtur samt að gefa ví­sbendingar. Það væri fróðlegt ef einhver fjölmiðillinn léti gera könnun á fylgi flokkanna þegar búið er að mynda meirihluta í­ flestum sveitarfélögum og athugi hversu margir þeirra hafa meirihlutafylgi á bakvið sig.

Hypothetical problem

ímyndum okkur að til sé sveitarfélag þar sem er 11 manna bæjarstjórn. ímyndum okkur enn fremur að 5 flokkar hafi náð inn manni í­ þessa bæjarstjórn. Við getum kallað þá B, D, L, S og V til hægðarauka. ímyndum okkur enn fremur að skipting bæjarfulltrúa sé með eftirfarandi hætti:

B 1 maður
D 4 menn
L 1 maður
S 3 menn
V 2 menn

Ljóst er að 6 fulltrúa þarf til að mynda meirihluta. Mögulegir meirihlutar eru því­:

B, D og L = 6
B, S og V = 6
D og S = 7
D og V = 6
L, S og V = 6

Þá er ljóst að ekki verður myndaður meirihluti í­ þessu í­myndaða sveitarfélagi nema annað hvort D eða S eða báðir komi það að. Nú skulum við í­mynda okkur meira. ímyndum okkur að L sé klofningsframboð úr B og L og B geti þar af leiðandi ekki unnið saman. ímyndum okkur einnig að V sé á öndverðu meiði við D í­ flestum málum og þeir geti þ.a.l. ekki heldur unnið saman. ímyndum okkur nú að eitthvað (annað en reynsluleysi og ótraustur meirihluti) hafi valdið því­ að S treysti sér ekki í­ samstarf við V. Þá er aðeins einn möguleiki á meirihlutasamstarfi eftir. Núna getum við hins vegar hætt að í­mynda okkur og litið frekar á staðreynd. Hún er sú að lang flestir kjósendur S í­ í­myndaða sveitarfélaginu kusu S til að koma D frá völdum. Þessi meirihluti myndi því­ valda verulegu fylgishruni S í­ kjördæminu sem í­myndaða sveitarfélagið er í­ þar sem gí­furlega hátt hlutfall í­búa kjördæmisins býr í­ í­myndaða sveitarfélaginu. Ef við höldum áfram að í­mynda okkur og í­myndum okkur núna að þessi staðreynd valdi því­ að S hafnar meirihlutasamstarfi við D. Hvað gerist þá? Hvað gerist ef ekki er hægt að mynda meirihluta í­ einhverju sveitarfélagi eftir sveitarstjórnarkosningar?