Tví­höfða þurs

Þetta er voðalega þreytt klisja en á lí­klega vel við núna eftir að Framsóknarflokkurinn er búinn að velja sér formann og varaformann. Þessi forystusveit með þá Jón og Guðna fremsta í­ flokki á lí­klega eftir að binda lokanútinn á arfleið Halldórs ísgrí­mssonar, þ.e. að gera endanlega út um flokkinn. Þetta eru náttúrulega draumaúrslit fyrir alla andstæðinga Framsóknar og sýnir endanlega að það virðist vera sjúkdómur að vera framsóknarmaður. Það er spurning hvort það ætti að fara að auglýsa afframsóknun á heilsí­ðum í­ blöðunum?
úrslitin benda lí­ka eindregið til þess að hefði Guðni boðið sig fram til formanns hefði hann unnið Jón næsta auðveldlega, þá væri Siv varaformaður núna og framsókn skeinuhættari en ella.
Hitt sem mér þykir merkilegt í­ pólití­kinni núna er afar slakt fylgi Samfylkingarinnar. Það þykir mér merkilegt í­ ljósi þess að helstu málin sí­ðustu mánuði hafa verið þenslan, verðbólgan og slæm hagsstjórn annars vegar og ofurlaun, himinhátt matarverð og skýrsla matvælaverðsnefndarinnar hins vegar. Á báðum þessum sviðum sýndist mér sem Samfylkingin væri eina stjórnmálaaflið sem talaði af skynsemi og fyrir raunverulegum hagsmunum kjósenda allra en ekki bara einhverra fámennra hópa. Þess vegna er þetta fylgishrun mér óskiljanlegt. Það er ekki einu sinni hægt að kenna um einelti fjölmila enda hef ég heyrt í­ samfylkingarfólki nánast á öllum stöðvum ræða þessi mál undanfarið. Ég átti því­ frekar von á einhverri fylgisaukningu eftir slæma (sums staðar) niðurstöðu í­ sveitarstjórnarkosningum. Ég vona að einhver fræðingurinn fari að skoða þetta og geti e.t.v. komið með trúlega skýringu.