Þá er hausthátíð BKNE afstaðin. Það þýðir væntanlega að ég fer að hafa tíma til að stunda þetta nám sem ég skráði mig í. Annars fara æfingar fyrir Kardimommubæinn væntanlega að hefjast að nýju þar sem það á að setja upp nokkrar sýningar um miðjan október. Eftir það ætla ég að taka mér frí frá Freyvangi a.m.k. fram á næsta haust svo ég hafi einhvern tíma í námið. Því þótt BKNE sé svo sem ekki tímafrekt appírat þá koma vinnulotur þar svona í skorpum í kringum atburði. Núna sé ég t.d. fram á að það væri tímabært að laga heimasíðu félagsins með því að setja inn á hana alla trúnaðarmenn og fundargerðir. Einnig mætti halda betur utan um fréttaskráninguna. Þar að auki þyrfti BKNE líka að koma sér upp netfangalista allra kennara á Norðurlandi-eystra (það er ekki nema 430 manns). Þannig að það er nóg að gera fyrir utan þetta blessaða nám. Sem minnir mig á það að líklega er best að fara að koma sér í tíma. Það er samt frábært að hafa þá svona á netinu svo maður getur horft á þá hvenær sem er.