Er ekki allt í­ lagi?

Um daginn ákvað ég að kaupa Tae-Kwon-Do búning handa syni mí­num þar sem sá gamli var orðinn allt of lí­till á hann. Svona búninga er ekki hægt að fá á Akureyri svo ég fór á netið og fann fí­nan búning á bandarí­skri netverslun sem kostaði $16,99, þ.e. 1.162,42 isk. Það fannst mér ódýrt og gott. Sá hins vegar að sendingarkostnaður hingað til lands voru $44,09, þ.e. 3.034,71 isk. eða 261% meira en varan sjálf. íkvað samt að panta þar sem 4.197,13 var að mí­nu mati ásættanlegt verð fyrir búninginn. Svo ber hins vegar við að þegar búningurinn berst fylgir honum póstkrafa upp á 3.065,16. Það fannst mér skrýtið þar sem ég var búinn að borga búninginn og flutningsgjöldin. En þá skiptast þau gjöld ví­st svona: Virðisauki: 1.216,66, aðglutningsgjöld: 648,50 og umsjón vegna hraðsendingar: 1.200. Þið takið eftir að virðisaukinn er hærri en sem nemur upphaflegu verði vörunnar. Af hverju? Jú, maður þarf ví­st lí­ka að borga virðisauka af flutningnum! Verður til virðisauki við það að flytja vöru á milli staða? Borgaði ég ekki lí­ka virðisauka í­ Bandarí­kjunum? Þarf ég þá að borga virðisauka af virðisaukanum? Hvað á það svo að þýða að rí­kið ætli sér að hirða 648,50 kr. bara vegna þess að ég ákvað að kaupa búning í­ útlöndum? Umsjónargjaldið get ég svo sem skilið en ég hefði haldið að það ætti að vera inni í­ sendingarkostnaðinum (3.034,71) en ekki greitt aukalega. Þar að auki finnst mér þetta nú frekar hátt gjald. Heildarkostnaður við þennan 1.162,42 króna búning kominn í­ mí­nar hendur verður þá: 7.292,74. Það er hækkun um 674% frá verðinu í­ netversluninni!
ER EKKI ALLT í LAGI?
Hvað á ég að gera?
1. Borga með bros á vör og bölva í­ hljóði.
2. Endursenda vöruna og tapa 3.034,71.
3. Búa til hávaða og læti og vona að það beri einhvern árangur (sem það gerir lí­klega ekki)
4. Láta mig hafa þetta en berjast fyrir afnámi svona fáránlegra álagna.
Tillögur eru vel þegnar.