Um daginn ákvað ég að kaupa Tae-Kwon-Do búning handa syni mínum þar sem sá gamli var orðinn allt of lítill á hann. Svona búninga er ekki hægt að fá á Akureyri svo ég fór á netið og fann fínan búning á bandarískri netverslun sem kostaði $16,99, þ.e. 1.162,42 isk. Það fannst mér ódýrt og gott. Sá hins vegar að sendingarkostnaður hingað til lands voru $44,09, þ.e. 3.034,71 isk. eða 261% meira en varan sjálf. íkvað samt að panta þar sem 4.197,13 var að mínu mati ásættanlegt verð fyrir búninginn. Svo ber hins vegar við að þegar búningurinn berst fylgir honum póstkrafa upp á 3.065,16. Það fannst mér skrýtið þar sem ég var búinn að borga búninginn og flutningsgjöldin. En þá skiptast þau gjöld víst svona: Virðisauki: 1.216,66, aðglutningsgjöld: 648,50 og umsjón vegna hraðsendingar: 1.200. Þið takið eftir að virðisaukinn er hærri en sem nemur upphaflegu verði vörunnar. Af hverju? Jú, maður þarf víst líka að borga virðisauka af flutningnum! Verður til virðisauki við það að flytja vöru á milli staða? Borgaði ég ekki líka virðisauka í Bandaríkjunum? Þarf ég þá að borga virðisauka af virðisaukanum? Hvað á það svo að þýða að ríkið ætli sér að hirða 648,50 kr. bara vegna þess að ég ákvað að kaupa búning í útlöndum? Umsjónargjaldið get ég svo sem skilið en ég hefði haldið að það ætti að vera inni í sendingarkostnaðinum (3.034,71) en ekki greitt aukalega. Þar að auki finnst mér þetta nú frekar hátt gjald. Heildarkostnaður við þennan 1.162,42 króna búning kominn í mínar hendur verður þá: 7.292,74. Það er hækkun um 674% frá verðinu í netversluninni!
ER EKKI ALLT í LAGI?
Hvað á ég að gera?
1. Borga með bros á vör og bölva í hljóði.
2. Endursenda vöruna og tapa 3.034,71.
3. Búa til hávaða og læti og vona að það beri einhvern árangur (sem það gerir líklega ekki)
4. Láta mig hafa þetta en berjast fyrir afnámi svona fáránlegra álagna.
Tillögur eru vel þegnar.