Er ofbjóðunarfí­kn til?

Það er margt í­ samfélaginu sem mér finnst athugunarvert, sumt er smávægilegt, annað pirrar mig og sumt beinlí­nis gengur fram af mér. Sem betur fer er það mun meira sem mér finnst dásamlegt og þess vegna er ég yfirleitt frekar glaður og hress.
Dæmi um þetta sem ég nefndi eru samt t.d.:

-Aðflutningsfjöld, vörugjöld og virðisaukaskattur á flutningsgjöld
-Framsóknarflokkurinn
-ímsar greinar í­ dagblöðum sem virðast skrifaðar án grunnskilnings á umfjöllunarefninu (oft greinar frjálshyggjumanna um mennta- eða heilbrigðiskerfið)
-Stanslaus trúaráróður í­ fjölmiðlum, skólum og samræðum (Samfélagið gengur nefnilega út frá því­ að allir séu trúaðir, rétt eins og það gengur út frá því­ að allir séu gagnkynhneigðir)
-Fólk sem ekur á 20 til 30 kí­lómetra hraða og skapar þannig mikla hættu í­ umferðinni

Stundum gremst mér þetta það mikið að ég á það til að blogga um þetta. í kennaraverkfallinu hneykslaði málflutningur í­ fjölmiðlum, bæði einstakra blaðamanna og pistlahöfunda, en einnig greinar frá samtökum foreldra, mig svo mikið að ég bloggaði um það. Þá fékk ég bágt fyrir. Enda sagði ég kannski sumt í­ meiri geðshræringu og af meiri tilfinningahita en einkennir mig dags daglega. Sumu af því­ svaraði ég en öðru ekki. Ég skil það vel að menn vilji draga sig út úr þannig umræðu, sérstaklega ef þeim lí­ður eins og hún sé órðin persónuleg og þeir finna fyrir vanlí­ðunar vegna hennar.
En svo er lí­ka til fólk sem lætur sér ekki nægja að láta eitthvað sem það verður fyrir óumbeðið pirra sig (eins og við verðum lí­klega öll fyrir) og minnst var á í­ punktunum hér að ofan heldur verður sjálft að finna og leita uppi eitthvað sem það getur pirrað sig á og látið ofbjóða sér.
Þannig er því­ farið með manninn sem þolir ekki Hemma Gunn en horfir alltaf á hann í­ sjónvarpinu og hneykslast. Konuna sem missti aldrei af Fóstbræðrum og lýsti því­ svo fjálglega yfir í­ næsta fjölskylduboði hvað þeir væru lí­tið fyndnir. Það er mjög misjafnt hvað fólk er til í­ að ganga langt í­ því­ að leita eftir þessu.

Sumir ganga svo langt að þeir nota netið sem hjálpartæki og liggja í­ því­ að skoða netsí­ður sem ofbjóða þeim.

Nú get ég vel skilið að margt sem er að finna á netinu hneyksli fólk. Margt af því­ hneykslar mig. Einnig finnst mér sjálfssagt að fólk tjái sig um það og að þeir sem standa að efninu tjái sig til baka o.s.frv. Ef sú umræða verður særandi og vond finnst mér lí­ka sjálfssagt að fólk dragi sig út úr henni.
Hitt skil ég ekki jafnvel að fólki geti fundist ofstæki (hvort sem það er raunverulegt ofstæki eða í­myndað) sem einskorðast við ákveðna vefsí­ðu sem það verður sjálft að fara inn á til að verða fyrir svo alvarlegt að það finni sig knúið til þess að setja upp aðra vefsí­ðu til að berjast gegn því­. Ekki það að fólk á að sjálfssögðu að hafa fullan rétt til að gera það þó ég skilji það ekki.
Sérstaklega finnst mér þetta óskiljanlegt í­ ljósi þess að þetta meinta ofstæki sem menn verða að sækja sér sjálfir er andsvar við „ofstæki“ sem birtist daglega í­ fjölmiðlum, umræðum, viðhorfum og normum samfélagsins og menn verða fyrir alveg óumbeðið.
Ég get mun betur skilið að menn andæfi því­ en hinu.
Að lokum langar mig að velta því­ upp hvort setningin: „Bestu rökin gegn samkynhneigð eru hommarnir“ sé meira særandi fyrir homma en setningin: „Bestu rökin gegn samkynhneigð er homminn sem kallar sig X og heldur því­ fram að allir gagnkynhneigðir séu með hómófóbí­u“?
Lifið sæl.