Ekki veit ég afhverju appelsínur voru tengdar þessu orði í gamladaga. Hins vegar var ég að borða mandarínu áðan og Ding íspinna sem er með pistasíubragði og er mjög góður og fín tilbreyting frá Ping vanilluíspinnunum. Þessa dagana eru hins vegar miklar annir hjá mér. Það sést best á því hvað ég hef komið mér í að gera margt sem ekki tengist verkefnum mínum beint. Hér inn fer þá list yfir það sem ég þarf að gera á næstunni. Þetta er sem sagt mjög óáhugaverð færsla fyrir aðra en sjálfan mig.
- Byrja á dagbók í mannauðsstjórnun (fyrstu skil á morgun)
- Byrja á einstaklingsverkefni í mannauðsstjórnun (ég er nú byrjaður þó ég hafi ekkert sett niður á blað enn)
- Fá upplýsingar frá FG til nota í verkefni í almannatengslum
- Byrja á einstaklingsverkefni í almannatengslum (liggur ekki mikið á)
- Setja lista yfir fagfélög kennara inn á heimasíðu BKNE
- Fá fundargerðir síðustu funda hjá BKNE og setja inn á heimasíðuna
- Fara á foreldrafund í Brekkuskóla á eftir
- Kaupa í matinn fyrir næstu daga
- Kaupa flugfar til Reykjavíkur 15. til 16. október
- Muna eftir að fara með Kára í skátana (og helst að ná í hann líka)
- Undirbúa kennslu morgundagsins
Annars er það helst að frétta héðan frá Akureyri að fyrsti snjór vetrarins byrjaði að falla um fimm í gær og í morgun var jörð alhvít og lækjargilið fljúgandi hált. Ég á samt ekki von á því að þessi snjór haldist nema í nokkra daga enda er spáð hlýnandi veðri um helgina.