Fyrstu einkunnirnar

Fyrir nokkru fór ég í­ fyrsta prófið sem ég hef farið í­ í­ lengri tí­ma. Það var um kenningar í­ opinberri stjórnsýslu. Gí­furlegt lesefni en prófið var svo mun einfaldara en ég átti von á. Engar gildrur eða kvikindislegar spurningar. Ég gat meira að segja flett nokkrum vafaatriðum upp og í­ lokin voru það ekki nema tvær spurningar sem ég var óviss með. í ljós kom að ég gerði þær báðar vitlaust en einkunnin skilaði sér, 9,2.

Á sama tí­ma skilaði ég fyrsta verkefninu í­ Almannatengslum. Við áttum að skrifa „policy paper“ og ég verð að viðurkenna að ég var svolí­tið í­ lausu lofti með það verkefni. íkvað á endanum að setja upp valblað fyrir BKNE um mismunandi möguleika á útfærslu haustþinga og sendi inn. ílyktaði að það gæti nýst mér í­ BKNE lí­ka. Kennarinn í­ Almannatengslum hefur hins vegar verið í­ einhverju basli með tölvukerfið í­ Háskólanum og ekki komið einkunnunum inn. Ég var þess vegna að fá einkunnina núna áðan og hún er 9,0.

Af augljósum ástæðum er ég í­ skýjunum með þessar fyrstu tvær einkunnir og bara þurfti að monta mig við einhvern.