Join the Conversation

1 Comment

  1. Það munar ekki um það. Var þetta í­ fréttunum?

    Nú skilst mér að matarví­nber séu á bilinu 1.5-5 grömm á þyngd, berið (mismunandi eftir kynjum). Gefum okkur að berið sé að meðaltali 4 grömm, svo við séum sí­ður að ofmeta fjöldann. Þá eru Akureyringar að éta eina og hálfa milljón ví­nberja frá Hagkaupum yfir árið. Þetta gerir, að meðaltali, meira en fjögurþúsund ví­nber á dag, ef Hagkaup standa opin alla daga ársins. Og (miðað við tí­u tí­ma opnun uppá hvurn einasta dag ársins) þarafleiðandi meira en 400 ví­nber á klukkustund. Sjö ví­nber á mí­nútu.

    Akureyringar éta ví­nber frá Hagkaupum á tí­u sekúndna fresti! Og þetta er mjög varlega reiknuð tala. Þeir eru jafnvel enn kræfari en þetta ef tölurnar standast. Það ætti að vera kraðak í­ ávaxtadeildinni hjá þeim í­ Hagkaupum uppá hvunn einasta dag, frá morgni til kvölds. Kúnnarnir að troðast hver um annan þveran til að troða gúlann fullan af ví­nberjum.

    Þetta er kannski svona þarna fyrir norðan í­ dag? Það er svo langt sí­ðan ég fór sí­ðast í­ Hagkaup á eyrinni…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *