Slæmu fréttirnar

Fréttirnar sem ég fékk á mánudaginn og svo nánari útskýringu á í­ gær birtast í­ nýju fréttabréfi FG og hljóta því­ að teljast opinberar núna. Þær hljóma svona:

Eins og kunnugt er hafa Launanefnd sveitarfélaganna (LN) og Félag grunnskólakennara (FG) verið að ræða efni greinar 16.1. í­ kjarasamningi aðila. Vert er að minna á að ekki er rætt um kjarasamninginn í­ heild sinni og við eigum ekki í­ eiginlegum kjaraviðræðum við LN. í grein 16.1 segir m.a.: Aðilar skulu taka upp viðræður fyrir 1. september 2006 og meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða og ákveða þær ráðstafanir sem þeir verða sammála um. Eins og þarna kemur fram eiga aðilar að meta hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða, og ef svo er eiga þeir að koma sér saman um hver þessi viðbrögð eru. Viðræður aðila snúa að þessu og engu öðru. Aðilar hafa nú hist fjórum sinnum. Fram til þessa hafa aðilar skipst á gögnum og rætt um hvort forsendur séu fyrir endurskoðun sbr. grein 16.1. Stjórn og samninganefnd FG hafa sí­ðan í­ desember 2005 haldið því­ fram að ástæða sé til að taka upp viðræður og bregðast við því­ sem hefur gerst í­ almennri efnahags- og kjaraþróun í­ landinu frá því­ að samið var í­ nóvember 2004. Stjórn og samninganefnd FG hafa m.a bent á aðgerðir sem gripið hefur verið til af hálfu forsendunefndar ASí og SA, verðbólguþróun frá því­ að samið var og breytingar á kjörum annarra stétta, til dæmis leikskólakennara og þroskaþjálfa. Það er skemmst frá því­ að segja að viðræðurnar hafa fram til þessa verið árangurslausar, mikið ber á milli aðila um það til hvaða ráðstafanna beri að grí­pa og ekki lí­tur vel út með framhaldið.

Þess má geta að LN samdi nýlega við leikskólakennara og tónlistarskólakennara en virðist ekki vera tilbúin til að veita grunnskólakennurum sambærilegar launahækkanir og samið var um í­ þeim samningum. Við lok samningstí­ma FG við LN verða grunnskólakennarar á u.þ.b. 15% lægri launum en leikskólakennarar. Fyrir sí­ðustu samningu voru laun grunnskólakennara talsvert hætti en laun leikskólakennara. Nú vil ég taka það fram að ég tel að kennarar eigi að vera á sömu launum miðað við menntun og reynslu sama á hvaða skólastigi þeir kenna og sé ekkert eftir hækkununum sem leikskólakennarar hafa fengið. Þeir eru vel að þeim komnir.