Þá er fyrsta undankeppnin búin og að mínu mati komust tvö skástu lögin og það lélegasta áfram. Hins vegar þótti mér merkilegt hvað allar lagasmíðarnar að þessu sinni voru leiðinlegar. Sumt af þessu kannski metnaðarfullt en hrútleiðinlegt. Það eina sem var skemmtilegt við þetta voru danssporin hjá strákunum og álverurnar í boði Alcan. Bæði þau atriði komust áfram. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég sé ekki ástæðu til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni (eftir að farið var að bjóða almenningi upp á það). Það vakti líka athygli mína að það voru ekki birtar neinar tölur um það hve margir hefðu kosið eða hve mörg atkvæði hefðu borist sem bendir óneitanlega til að þátttakan hafi verið dræm. Verði keppnin eitthvað svipuð þessu í framhaldinu er nokkuð ljóst að áhorf á hana verður í lágmarki. Hingað til hefur alltaf verið lag og lag sem hefur náð því að vera áheyrilegt í þessari keppni en svo var ekki að þessu sinni. (11)