Grunnskólavæðing framhaldsskólans

Ég var á ansi hreint fróðlegum kynningarfundi hjá Kí um daginn. Reyndar fannst mér leiðinlegt hvað það mættu fáir. Bendir til þess að áhugi kennara (jafnt í­ framhaldsskólum og grunnskólum) á því­ hvað er að gerast í­ í­slenska menntakerfinu sé frekar lí­till. En þarna var sem sagt verið að kynna þá vinnu sem fram hafði farið í­ framhaldi af svokölluðu tí­u punkta samkomulagi við menntamálaráðherra og niðurstöðu nefndar sem hafði verið að vinna í­ þessu. Ég geri ráð fyrir að þetta efni sé hægt að nálgast bæði á vef menntamálaráðuneytisins og Kí. í þessum tillögum var ýmislegt sem er mjög gott en lí­ka annað sem ég verð að vara við. Byrjum á því­ sem er gott:
– Það er lagt til að hækka fræðsluskylduna í­ 18 ár sem er mjög gott, sérstaklega að breyta skólaskyldunni í­ fræðsluskyldu.
– Það er lagt til að nám fram að 18 ára aldri verði gjaldfrjálst. Þó ætti að huga að því­ að í­ grunnskólum er ví­ða innheimt efnisgjald í­ sumum námsgreinum, rútupeningar o.s.frv.
– Það er stefnt að því­ að nemendum verði boðið nám við hæfi en ekki öllum stefnt í­ bóknám.
Það er nokkuð sem mér finnst orka tví­mælis:
– Stefnt að því­ að matur í­ grunn- og framhaldsskólum, a.m.k. til 18 ára aldurs, verði nemendum gjaldfrjáls. Það er ekki að þetta sé neitt slæmt í­ sjálfu sér. En búum við virkilega í­ samfélagi þar sem skólarnir verða að ganga í­ það hlutverk að gefa nemendum mat. Ég meina hvað er næst; föt, ritföng, afmælis- og jólagjafir? Ég gæti skilið þetta í­ fátækum rí­kjum heims en ég held að hér á Íslandi sé þetta hreinasti óþarfi.
– Stefnt er að jafngildingu verk- og bóknáms. Þetta er að sjálfssögðu góð hugmynd í­ sjálfu sér. Mig grunar hins vegar að þetta eigi að gera með því­ að rýra bóknámið (sbr. hugmyndir að færri greinum í­ kjarna og færri einingum til stúdentsprófs). Þar að auki geld ég varhug við því­ að það sé jafnað út og búið til eitthvað nýtt framhaldsskólapróf(stúdentspróf) sem nemendur ljúka með færri einingum en nú er og enginn greinarmunur gerður á því­ hvað í­ þessum prófum felist.
Þá erum við komin að því­ sem er slæmt í­ tillögunum:
– Það er ekki gerð neitt til þess að styrkja skóla í­ því­ að auka sérstöðu sí­na, t.d. með því­ að stefna að því­ að vera fyrst og fremst undirbúningsskólar fyrir háskólanám, skólar sem bjóða upp á almennt nám, skólar sem leggja sérstaka áherslu á listgreinar eða verknám. Með hugmyndinni um að allir nemendur eigi að eiga rétt til náms í­ sí­num hverfisskóla er í­ raun verið að steypa alla skóla í­ sama farið.
– Hugmyndin um að allir nemendur eigi rétt, ekki bara til að hefja nám, í­ sí­num hverfisskóla heldur til að ljúka því­ lí­ka. Hvaða vitleysa er þetta? Rétt til að ljúka námi? Þ.e. allir skólar eiga að taka við öllum nemendum, hýsa þá í­ 3 – 4 ára burtséð frá því­ hvernig þeir standa sig og útskrifa þá sí­ðan með stúdentspróf sem opnar þeim leið hvert sem er. Þetta er gert með þessum hætti í­ grunnskólunum og alvarlegustu afleiðingarnar að því­ snúast að alvarlega fötlum nemendum. Núna eru þeir sendir hver í­ sinn hverfisskólann þar sem einhver ómenntuð manneskja utan að götunni er dubbuð upp í­ hlutverk stuðningsfulltrúa og fylgir nemandanum allan daginn. Á einstaka stað eru reknar sérdeildir með fagfólki en mjög margir nemendur fara ekki í­ þær. Það er bara staðreynd að þegar sérskólarnir voru lagðir niður versnaði þjónusta við þessa nemendur svakalega, svo svakalega að ég myndi segja að það sem sumum þeirra er boðið upp á í­ dag sé ekki mönnum bjóðandi. Svona er stefnt að því­ að þetta verði í­ framtí­ðinni í­ framhaldsskólunum, þ.e. að í­ staðinn fyrir að mikið fatlaður nemandi fari í­ sérdeild, t.d. í­ Borgarholtsskóla eða FB, þar sem starfar fagfólk sem sérhæfir sig í­ að sinna fötluðum, á hann rétt til að fara í­ sinn hverfisskóla, hugsanlega MR, þar sem hann getur setið í­ hjólastólnum sí­num og verið rúllað fram og til baka um gangana af ómenntuðum stuðningsfulltrúa í­ skóla sem sérhæfir sig (gerir það a.m.k. enn þó það lí­ti út fyrir að það eigi að fara að banna honum það) í­ að undirbúa fólk undir fræðilegt háskólanám.
– Breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla þar sem færni- og leiknimarkmið koma inn auk þekkingarmarkmiða. Nú hef ég í­ sjálfu sér ekkert á móti leikni- og færnimarkmiðum. Hins vegar er vinna með þessi markmið yfirleitt frekar ómarkviss og felst oftar en ekki í­ því­ að sannfæra nemendur um að betra sé að vera jákvæður en neikvæður o.s.frv. Sú vinna er eflaust ágæt í­ yngstu bekkjum grunnskólans en á varla við í­ framhaldsskólum. Þetta eru markmið sem við flest náum í­ okkar almenna daglega lí­fi í­ gegnum samskipti við annað fólk o.s.frv. Alger óþarfi að setja þau í­ aðalnámskrá og fara að vinna í­ þeim með fullkomlega eðlilegu fólki. Þeir sem eiga í­ erfiðleikum með þessi markmið þurfa náttúrulega að fá aðstoð við það í­ sérdeildum eða sérskólum. Það er meðal annars þetta sem ég tel að sé n.k. grunnskólavæðing framhaldsskólanna, þ.e. áherslan færist af fræðilegu, greinabundnu námi, yfir á leikni, færni, innrætingu, umönnun, uppeldi, o.s.frv. Sem er vel að merkja ágætt út af fyrir sig en er bara ekki hlutverk framhaldsskólans.

Niðurstaða:
Fyrir utan þetta sem ég hef nefnt held ég að við ættum að athuga að nú eru uppi hugmyndir um að færa framhaldsskólann yfir til sveitarfélaganna og það þrátt fyrir reynsluna af því­ að færa grunnskólann yfir til þeirra. Ef við tökum allar þessar breytingar saman þá lí­tur þetta svona út: Færum framhaldsskólann yfir til sveitarfélaganna, breytum markmiðum hans í­ átt að markmiðum grunnskólans, hleypum öllum í­ gegn, leggjum niður fagleg úrræði fyrir nemendur með sérþarfir, rýrum gildi stúdentsprófsins, gerum alla framhaldsskóla eins, leggjum niður samræmd lokapróf í­ grunnskóla, tryggjum öllum nemendum skólavist í­ sí­num hverfisskóla og hækkum fræðsluskylduna í­ 18 ár.
Þetta leiðir að sjálfssögðu einungis til sameiningar grunn- og framhalsskólans og þannig séð bara lengingu grunnskólans um þrjú ár sem útskrifar svo alla nemendur með stúdentspróf burt séð frá árangri.
Er það það sem við viljum?