Jæja, þá er komið í ljós hvaða lönd komust áfram upp úr undankeppninni. Ég ætla að byrja á því að rifja upp spánna mína:
1. Belgía
2. Hvíta-Rússland
3. Tyrkland
4. Makedónóa
5. Svartfjallaland
6. Danmörk
7. Moldavía
8. Slóvenía
9. Lettland
10. Ísland (Já, við skulum hafa það með bara upp á bjartsýnina)
Löndin sem komust áfram voru hins vegar:
Hvíta-Rússland
Tyrkland
Makedónía
Moldavía
Slóvenía
Lettland
Ungverjaland
Georgía
Serbía
Búlgaría
Reyndar skil ég ekki alveg afhverju ég var ekki með Serbíu á listanum mínum. Þetta þýðir að ég var með fimm lönd rétt af tíu sem er líklega ekki alveg nógu góður árangur. Það eru tvö lönd sem komust áfram sem koma mér á óvart, þ.e. Ungverjaland og Búlgaría. Ég ætla að reyna að spá fyrir um úrslitakeppnina annað kvöld eða á laugardaginn.