Eurovision 6

Jæja, þá er komið í­ ljós hvaða lönd komust áfram upp úr undankeppninni. Ég ætla að byrja á því­ að rifja upp spánna mí­na:

1. Belgí­a
2. Hví­ta-Rússland
3. Tyrkland
4. Makedónóa
5. Svartfjallaland
6. Danmörk
7. Moldaví­a
8. Slóvení­a
9. Lettland
10. Ísland (Já, við skulum hafa það með bara upp á bjartsýnina)

Löndin sem komust áfram voru hins vegar:

Hví­ta-Rússland
Tyrkland
Makedóní­a
Moldaví­a
Slóvení­a
Lettland
Ungverjaland
Georgí­a
Serbí­a
Búlgarí­a

Reyndar skil ég ekki alveg afhverju ég var ekki með Serbí­u á listanum mí­num. Þetta þýðir að ég var með fimm lönd rétt af tí­u sem er lí­klega ekki alveg nógu góður árangur. Það eru tvö lönd sem komust áfram sem koma mér á óvart, þ.e. Ungverjaland og Búlgarí­a. Ég ætla að reyna að spá fyrir um úrslitakeppnina annað kvöld eða á laugardaginn.