Skarður hlutur Samfylkingarinnar í­ stjórn

Ég er einn af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar sem fagnaði því­ að gengið var til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Aðallega vegna þess að ég gat ekki í­myndað mér að Vinstri-grænir og Framsókn gætu unnið saman í­ stjórn en lí­ka vegna þess að ég held að hvaða stjórn sem er sem Vinstri-grænir eiga aðild að hljóti að verða afturhalds og í­haldsstjórn. Ég hafði samt ákveðna fyrirvara á gleði minni, þ.e. ég vonaði að Samfylkingin tæki ekki bara við óskiptu búi Framsóknar, sem reyndist þeim illa, heldur fengi önnur ráðuneyti, t.d. mennta- eða fjármálaráðuneyti. Nú er komið í­ ljós að Samfylkingin fær skertan hlut Framsóknar (sem þó var 10% minni flokkur þegar hann myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum). Það er sem sagt búið að fjarlægja landbúnaðar- og heilbrigðisráðuneyti úr Framsóknarhlutanum (tvö mjög stór ráðuneyti) og setja samgöngumálaráðuneytið inn í­ staðinn (sem varla er jafn stórt þó það sé mikilvægt). Til að jafna hlut flokkanna er búið að skella landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytunum saman og slí­ta Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið (sem alltaf var frekar lí­tilvægt ráðuneyti þangað til stóriðjustefnan komst á flug) í­ tvennt. Samfylkingin fær fimm ráðuneyti en sex ráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn sjö ráðuneyti en lí­ka sex ráðherra. Þetta þykja mér mjög slæmir samningar. Stjórnin byrjar sem sagt á yfirgangi Sjálfstæðisflokksins yfir Samfylkinguna sem tekur því­ með bros á vör. Heimilisofbeldið á stjórnarheimilinu er hafið og Ingibjörg ber í­ bætifláka fyrir eiginmanninn (sem vel að merkja skipaði einungis eina konu sem ráðherra). Ég gerði mér vonir um að þetta yrði góð stjórn bæði fyrir land og flokk en byrjunin lofar ekki góðu. Haldi Samfylkingin þessu stjórnarsamstarfi áfram á svipuðum nótum er ekki ólí­klegt að það verði hún sem fái 12% í­ næstu kosningum. Skamm Ingibjörg, skamm.