Einkaskólisminn

Á mbl.is í­ dag er sagt frá því­ að verið sé að athuga að breyta MA í­ einkaskóla. í fréttinni er tekið fram að ekki eigi samt að taka upp skólagjöld. Það fylgir lí­ka að þarna sé að ræða um að reyna eigi að auka tekjur MA aðrar en þær sem fara í­ launakostnað en hann hví­lir alfarið á rí­kinu, eins og reyndar í­ einkaskólum, s.s. Versló.
Mig langar að tengja þetta frétt um útskrift úr Kennaraháskóla Íslands þar sem fram kom að kennarastéttin er fjölmennasta fagstéttin á Íslandi og að um helmingur útskriftarnema núna séu að útskrifast úr fjarnámi. Ég er sjálfur í­ fjarnámi eins og stendur en þó ekki við KHí, þannig að ég ætla ekkert sérstaklega að fara að pönkast á fjarnáminu sem slí­ku. Mér finnst hins vegar allt í­ lagi að það komi fram að mí­n reynsla af námi við KHí er sú að það sé frekar létt og geri ekki miklar kröfur. Sú staðreynd að mjög fáir falla í­ kennaranámi, kennarar útskrifast hundruðum saman á hverju vori, fleiri sækja um í­ kennaranámi en komast að og hundruð stunda námið þar að auki meðfram vinnu í­ fjarnámi er hins vegar að mí­nu mati ein helsta ástæðan fyrir þeim vanda sem kennarar standi frammi fyrir í­ dag. Þ.e. þeir njóta lí­tillar sem engrar virðingar í­ samfélaginu, það er nóg af fólki til að sinna störfum þeirra sem þ.e.l. eru mjög illa launuð og það er enginn vilji til að gera nokkuð í­ þeim málum.
Þetta fyrirkomulag á kennaramenntun leiði svo til þess að kennarar sem sjálfir hafa farið í­ gegnum nám sem gerir nánast engar námslegar kröfur til þeirra skilja ekki þá hugmynd að til eigi að vera nám sem hver sem er getur ekki lokið. Það að einhver falli á samræmdum prófum eða geti ekki farið í­ hvaða framhaldsskóla sem er og lokið stúdentsprófi af leirkerabraut með möguleika á að fara þaðan beint í­ lækninn er eitur í­ beinum margra grunnskólakellinga.
Af hverju er ég að draga þetta fram hér þegar ég byrjaði á því­ að velta því­ upp hvort mögulega ætti að gera MA að einkaskóla? Jú, vegna þess að í­ huga þessa sama fólks eru einkaskólar afsprengi hins illa og skiptir þá engu að einkaskólar á Íslandi eru engir einkaskólar heldur frekar rí­kisskólar sem afla einnig tekna annars staðar frá og innheimta skólagjöld. Það er rí­kið sem stendur undir rekstri þeirra allra. Þannig á það lí­ka að vera. Það ætti í­ raun að breyta öllum skólum á Íslandi í­ einkaskóla. Rí­kið sæi áfram um að borga laun en skólarnir gætu sjálfir aflað tekna og styrkja sem þeir gætu ráðstafað af vild, t.d. til að borga hærri laun, fjárfesta í­ betri tækjum o.s.frv.
En hvað með skólagjöldin? Hrópa þá einhverjir. Er með þessu ekki verið að stuðla að ójöfnuði? Jú, lí­klega. Hins vegar væri hægt að taka upp s.k. áví­sanakerfi eins og tí­ðkast t.d. í­ Hollandi. Þá fá fjölskyldur loforð fyrir ákveðinni upphæð frá rí­kinu í­ skólagjöld. Þannig geta nemendur sótt þann skóla sem höfðar mest til þeirra og rí­kið borgar skólagjöldin. Það er svo spurning um útfærslu hvort fjölskyldur fái að hirða mismuninn ef skólagjöldin eru lægri en sem nemur rí­kisloforðinu eða þurfi að borga sjálfar séu skólagjöldin hærri, eða hvort setja þurfi þak á skólagjöld eða eitthvað í­ þá áttina.
Þetta tel ég að ætti lí­ka að eiga við um grunnskóla, fyrir utan að kennaranámið ætti að gera kröfur til nemenda svo það renni ekki allir þar í­ gegn og kennarar verða að skilja að 40% fall í­ einhverri námsgrein eða einhverjum skóla þýðir ekki að þar sé eitthvað að heldur að þar séu gerðar kröfur til nemenda og aðeins þeir góðu komist í­ gegn.