Ég er alveg hættur að bæta í tenglalistann minn. Þess í stað fara öll blogg sem ég hef áhuga á að skoða og lesa inn í Readerinn og aðrar síður í Favorites. Ég er búinn að vera í sumarbústað í Hjaltastaðaþinghá síðustu daga og hef ekkert komist á netið. Þegar ég leit á Readerinn áðann voru þar 100+ færslur sem ég átti eftir að skoða. út frá þessum færslum fór ég svo að skoða aðrar færslur sem vísað var til sem endaði með því að ég er búinn að skoða ógrynni Moggablogga í kvöld. Hingað til hef ég ekki velt þessu fyrirbæri neitt sérstaklega fyrir mér en eftir að hafa skoðað síðu eftir síðu af moggabloggum þar sem hver einasta færsla var nokkurra lína komment á einhverja frétt af mbl.is og stundum nánst orðrétt endursögn af viðkomandi frétt, þá get ég ekki annað en tekið undir með Stebba Páls að þessu fyrirbæri væri óskandi alls ills. Það er vonandi að eyjan.is verði eitthvað skárri. Þangað virðast allir þekktustu pólitísku bloggararnir vera að fara þessa dagana. Einhversstaðar heyrði ég því fleygt að þetta væri strik.is að ganga í endurnýjun lífdaga.
P.S. Ég held að ég hafi aldrei áður sett svona marga linka inn í eina færslu.