Okursamfélagið

Stundum fær maður yfir sig nóg af okursamfélaginu hér á Íslandi. Þetta er sérstaklega áberandi þegar kemur að mat og drykk. Um daginn keypti ég kvöldmat fyrir fjölskylduna á Nings sem er nýbúið að opna stað hér á akureyri. Þar kosta réttirnir á bilinu 1.300 til 1.500 krónur. Matur fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostaði þannig um 5.000 krónur. Fyrir þann pening fékk maður fjóra litla álbakka af mat (sem heitir stór skammtur) helling af hrí­sgrjónum og súrsæta sósu. Fyrir svipað verð er hægt að fara með sömu fjölskyldu út að borða á Greifann, Bautann eða Pengs (svona ekki alveg fí­nustu staðina en staði með stóra skammta og góða þjónustu). Ég læt það fylgja með að mér dettur ekki í­ hug að fara nokkurn tí­man á Nings aftur.
Annar staður sem skemmir fyrir sér með okri er nýja kaffihúsið hér á Akureyri Te & kaffi í­ endurbættu Bókvali (sem btw. notaði tækifærið þegar verslunin var tekin í­ gegn og hækkaði verð á nánast öllu þar inni). Þar er boðið upp á lí­tið úrval öndvegissætabrauðs og góðra drykkja. í Englandi sí­ðast liðið sumar fór ég stundum inn á Starbucks staði og keypti mér frappuccino drykki sem eru ákaflega góðir. Slí­kur drykkur kostar um 250 krónur þar en 330 hér á Íslandi. Fyrir þrjár drykki og þrjár kökur (ekki stórar kökusneiðar, heldur brownie og tvær eplaskí­fur í­ svipaðri stærð) þurfti ég að borga um 2.100 krónur! Það hefði kostað mig um 3.000 krónur að fara með alla fjölskylduna á kaffihús. Þar að auki þurftum við að sitja úti í­ kuldanum því­ það eru svo fá borð þarna inni. Mér finnst merkilegt að hér á Íslandi þurfi oft að skemma góðar hugmyndir með því­ að okra á þeim. Dæmi, það kostar 1.500 krónur í­ Náttúruböðin á Mývatni en um 300 – 400 krónur í­ sund sem er ósköp svipuð upplifun. Ef maður ætlar sér að lifa af laununum sí­num er bara að versla í­ Bónus og hanga heima hjá sér því­ um leið og maður ætlar að fara að leyfa sér eitthvað upfram það þá er byrjað að okra á manni.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar

3 Comments

  1. Mér finnst þetta svolí­tið skrýtið með Nings. Hér sunnan heiða er það frekar ódýr staður og við höfum oft staldrað við þar og keypt einhvern rétt dagsins til að taka með heim án þess að buddan léttist allt of mikið. En við erum auðvitað bara tvö í­ heimili.

  2. ín þess að ég vilji taka upp hanskann fyrir okursamfélagið Ísland, þá vil ég minna á að Starbucks er viðbjóðslegt afsprengi kapí­talismans og siðlausrar samkeppnisleysu. Þeir planta sér á bestu staði í­ helstu miðborgum heimsins og undirbjóða þangað til þeir eru búnir að drepa öll kaffihúsin í­ kringum sig. En í­ útlöndum dettur hvort sem er engum í­ hug að verðleggja kaffibolla á yfir 300 kall, svo það skiptir engu máli þótt maður sniðgangi Starbucks. Maður getur samt drukkið kaffi á viðráðanlegu verði.

  3. Ég hef það fyrir satt, að fyrrverandi eigandi kaffihússins Te og kaffi hafi eiginlega ekki átt annars úrkosti en selja Eymundson kaffihúsið og er því­ ekki við hann að sakast.
    Ég hef einu sinni fengið mér kaffi eftir flutninga og fannst afgreiðsluborðið þröngt og leiðinlegt og köllin þegar kaffið var til hallærisleg og glymjandinn leiðinlegur. Nei, ég fer lí­klega ekki þangað í­ bráð.

Leave a comment