Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2008

Undarleg atburðarás

Það má segja að föstudagar seú tí­ðindamiklir hér á norðurví­gstöðvunum. Svo er mál með vexti að í­ byrjun aprí­l sótti ég um vinnu í­ Háskólanum á Akureyri við verkefnastjórn. Sí­ðan leið og beið og ég heyrði ekkert frá þeim. Fékk svo sí­mtal skömmu áður en ég fór í­ viðtalið í­ VMA og svaraði nokkrum spurningum. Ég gerði því­ alls ekki ráð fyrir því­ að fá starfið í­ HA þegar ég réð mig í­ VMA. í þessari viku var hins vegar haft samband við mig aftur og ég spurður hvort ég væri til í­ að koma í­ viðtal. Það taldi ég sjálfssagt og fór og ræddi við tvær konur úr háskólanum ásamt starfsmanni Capacent. Ég var lí­ka látinn taka persónuleikapróf og núna áðan (kl. 14:30) fékk ég hringingu og var boðin staðan í­ HA. í ljósi þess að hún er betur borguð en kennsla (lí­ka framhaldsskólakennsla), ég get byrjað strax í­ júní­ og þetta er gjörbreyting frá því­ sem ég hef verið að fást við, þá ákvað ég að slá til og ráða mig sem verkefnastjóra við Háskólann á Akureyri. Verkefnin sem ég verð með eru prófstjórn og umsjón með fjarkennslu. Þetta hljómar mjög spennandi og krefjandi og ég hlakka ótrúlega mikið til. Þeir í­ VMA voru lí­ka glaðir fyrir mí­na hönd og óskuðu mér velfarnaðar í­ nýju starfi. Húrra, húrra, húrra.

Kominn með nýtt starf

Undanfarnar vikur, eftir að ég sagði upp í­ Giljaskóla, hef ég verið með hálfgerðan hnút í­ maganum af framtí­ðarkví­ða. Ég er búinn að sækja um mörg störf og fjöldi neitana dró talsvert úr mér jákvæðnina og sjálfstraustið (hvoru tveggja hef ég búið yfir í­ talsverðu magni fram til þessa). En staðan er sem sagt sú að núna er ég nýkominn inn úr dyrunum úr atvinnuviðtali og skemmst frá því­ að segja að ég var ráðinn. Ég er s.s. Dráðinn en ekki Drekinn. Næsta haust mun eg því­ hefja störf sem kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, VMA. Til hamingju ég!