Kominn með nýtt starf

Undanfarnar vikur, eftir að ég sagði upp í­ Giljaskóla, hef ég verið með hálfgerðan hnút í­ maganum af framtí­ðarkví­ða. Ég er búinn að sækja um mörg störf og fjöldi neitana dró talsvert úr mér jákvæðnina og sjálfstraustið (hvoru tveggja hef ég búið yfir í­ talsverðu magni fram til þessa). En staðan er sem sagt sú að núna er ég nýkominn inn úr dyrunum úr atvinnuviðtali og skemmst frá því­ að segja að ég var ráðinn. Ég er s.s. Dráðinn en ekki Drekinn. Næsta haust mun eg því­ hefja störf sem kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, VMA. Til hamingju ég!

9 replies on “Kominn með nýtt starf”

  1. Hefurðu ekki áhyggjur af því­ að, einmitt núna, þegar örlí­til leiðrétting er að verða á kjörum grunnskólakennara, sjái ekki í­ land í­ kjaraviðræðum framhaldsskólakennara?

  2. í ljósi þess að ég lækka ekki í­ launum við að fara úr grunnskóla og að launin voru ekki aðalástæðan fyrir því­ að ég hætti í­ grunnskólakennslu þá ætla ég ekki að hafa of miklar áhyggjur af því­. Ég tók lí­ka virkan þátt í­ kjarabaráttu grunnskólakennara sem formaður BKNE sem nú hefur skilað ásættanlegum árangri. Þá er mál að ég færi mig yfir á annan vettvang þar sem krafta minna er þörf.;o)

Comments are closed.