Sjálfstæðismenn til bjargar

Ég er ekki Sjálfstæðismaður, hef aldrei verið og mun aldrei verða. Hins vegar er ljóst að nú getur enginn bjargað okkur nema Sjálfstæðisflokkurinn. Þá er ég ekki að tala um forsætisráherra, Björn Bjarna eða Daví­ð Oddsson. Mögulega getur Þorgerður Katrí­n rétt hjálparhönd en ef einhver getur tekið í­ taumana og bjargað þessu þá er það hinn óbreytti félagsmaður í­ Sjálfstæðisflokknum. Þið getið losað okkur við Geir og Daví­ð.
Ég biðla því­ til allra Sjálfstæðismanna landsins: Kallið saman fundi, safnið undirskriftum, gerið þið kröfu um að þessir menn ví­ki. Þá komast kannski einhverjir að sem eru tilbúnir til að taka á vandanum.

Join the Conversation

1 Comment

  1. Heyrðu mig. Ég held að það sé enginn betur til þess fallinn að moka skí­tnum heldur en sá sem bjó hann til. Og það að ætla að fara að stokka upp stjórninni í­ miðju strí­ði væri hreint glapræði. Nei láta þessa kalla um að gera þetta. Það er bezt.

Leave a comment