Byltingu! (Hún má alveg vera blóðug)

Nú er búið að hækka stýrivexti Seðlabankans aftur í­ samræmi við hagfræðikenningar sem atburðir sí­ðustu daga hafa sannað að eru ómarktækar. Þetta er væntanlega gert að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ég var (og er) fylgjandi því­ að ræða við þann sjóð um aðkomu að lausn vandans en jafn sannfærður um það að ekki á að ganga að hvaða skilyrðum sem er sem sá sjóður kann að setja. Ef skilyrði IMF eru þau að ganga á lí­feyrisréttindi landsmanna og hækka vexti til að tryggja að skuldum vafinn almenningur fari á hausinn þá á að segja þeim að éta það sem úti frýs! Einnig ef stjórnvöld ganga að slí­kum skilmálum þá ber þjóðinni skylda til að koma þeim frá völdum með öllum hugsanlegum ráðum.
Eðlilegast væri að Rí­kisstjórnin setti fram aðgerðaráætlun, með eða án stýrisvaxtahækkunar/aðstoðar IMF, og leggði hana í­ dóm kjósenda. Ef kjósendur fella aðgerðaráætlunina á rí­kisstjórnin að segja af sér.