Nú er búið að hækka stýrivexti Seðlabankans aftur í samræmi við hagfræðikenningar sem atburðir síðustu daga hafa sannað að eru ómarktækar. Þetta er væntanlega gert að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ég var (og er) fylgjandi því að ræða við þann sjóð um aðkomu að lausn vandans en jafn sannfærður um það að ekki á að ganga að hvaða skilyrðum sem er sem sá sjóður kann að setja. Ef skilyrði IMF eru þau að ganga á lífeyrisréttindi landsmanna og hækka vexti til að tryggja að skuldum vafinn almenningur fari á hausinn þá á að segja þeim að éta það sem úti frýs! Einnig ef stjórnvöld ganga að slíkum skilmálum þá ber þjóðinni skylda til að koma þeim frá völdum með öllum hugsanlegum ráðum.
Eðlilegast væri að Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaráætlun, með eða án stýrisvaxtahækkunar/aðstoðar IMF, og leggði hana í dóm kjósenda. Ef kjósendur fella aðgerðaráætlunina á ríkisstjórnin að segja af sér.