Ný heimasí­ða

Þó ekki mí­n og ennþá sama gamla netfangið freyvangur.net. Ég var í­ varastjórn Freyvangsleikhússins sí­ðasta vetur og núna í­ haust var ég kosinn í­ aðalstjórn og fékk þar hlutverk ritara. Eitt af verkefnum ritara er að halda utan um heimasí­ðu félagsins. Ég gerði mjög róttækar breytingar, aðallega vegna tölvukunnáttu á meðalmennskugrunni. Það er hægt að sjá gömlu heimasí­ðuna þarna lí­ka til samanburðar. Ég geri mér grein fyrir því­ að hún er svolí­tið fagmannlegri, en að sama skapi þurfti meiri tölvukunnáttu til að vinna í­ henni. Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst um breytingarnar.