Núna er tími undirskriftarlistanna á netinu. Það virðist hins vegar undarleg forgangsröðun í gangi í þjóðfélaginu í dag.
Á meðan 3371 hefur skrifað undir það að efna eigi til kosninga og 3350 hafa séð sóma sinn í því að þakka færeyingum fyrir einstakan stórhug í okkar garð, hafa 20.854 skrifað undir að RúV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði og 76.385 tekið þátt í áráðursstríði Geirs gegn Brown.
Er nokkuð undarlegt að meðan forgangsröðin er svona hjá Íslendingum að það sé ekkert mark tekið á kröfunni um að ráðamenn axli ábyrgð og segi af sér? Það eru jú sex sinnum fleiri sem finnst mun mikilvægara að geta horft á How to look good naked og Survivor ókeypis og 22 sinnum fleiri sem vilja alls ekki láta líkja sér við túrbanklædda hryðjuverkamenn.
Comments are closed.
Já, þetta er skelfilegt.
Ef þú hefðir verið aðeins fyrr á ferðinni hefðir þú getað bloggað þetta þegar aðeins 335 voru búnir að sjá sóma sinn í að þakka Færeyingum. Þá hefðu Bretabölvarar verið á að giska 200 sinnum fleiri en Færeyjaþakkarar, og þá hefðir þú getað fussað með enn meiri vandlætingu yfir Íslendingum með sína asnalegu krónólógísku forgangsröð.
Hálfum sólarhring eftir að þú bloggaðir eru Færeyjaþakkarar 8640, tvöoghálffalt fleiri. Kannski fullsnemmt að fella dóma? Hve margfalt lengur hefur Bretabölbænasíðan verið til staðar?
Við höfum alveg nóg til að sveia sjálfum okkur réttilega fyrir þessa dagana, takk venligst — óþarft að bæta á það með ýkjum. 🙂
Þegar ég skrifaði hafði Fæeyjaþakkaraundirskriftasöfnunin verið í gangi í nokkra sólahringa og talan verið að síga úr tæplega þrjúþúsund í rúmlega það á u.þ.b. sólarhring. Á þeim sama sólarhring höfðu yfir 20.000 manns skráð sig á undirskriftarsöfnun Skjásins. Það er mjög ánægjulegt að það hafi komið kippur í fyrri undirskriftasöfnunina. Á sama tíma og þar söfnuðust 5000 undirskriftir í viðbót virðist skjárinn hafa náð um 3000 og er kominn í 23.662 í þessum skrifuðum orðum. Þótt ótrúlegt megi virðast virðist undirskriftum á indefence.is hafa fækkað um rúmlega 2000 á sama tíma! Á kjosa.is hefur undirskriftum fjölgað um rúmlega 100.