Þegar ríkisstjórn Sjálftökuflokks og Samspillingar fór frá gladdist ég yfir því að vera loks laus undan 18 ára valdatíma Flokksins. Ekki það að ég hafi miklar væntingar til núverandi stjórnar og óttast raunar að Flokkurinn komist aftur til valda eftir næstu kosningar, en ég gladdist yfir því að vera laus við þá þó ekki væri nema um stundar sakir. Nú er Davíð horfinn af svörtuloftum og í fyrsta sinn frá því að hann tók við sem borgarstjóri í Reykjavík gegnir hann ekki áhrifastöðu í samfélaginu, a.m.k. þangað til hann verður ráðinn ritstjóri Moggans.
Mig minnir að hann hafi orðið borgarstjóri 1979. Þá var ég átta ára, þannig að alla mína meðvituðu ævi hefur Davíð Oddsson verið meðal valdamanna á Íslandi. Það er bæði undarleg og góð tilfinning að vera laus undan því. Þó segja megi að ritstjórastaða Moggans sé að einhverju marki valdastaða þá hefur vægi hennar minnkað töluvert síðustu ár og hverfur væntanlega alveg í framtíðinni, sérstaklega ef Davíð tekur við.
Ég vil líka taka það fram að mér finnst kerskni Kolbrúnar Halldórsdóttur á Facebook fyndin og þætti undarlegt annað en að Höskuldi finnist það líka. Hann getur líka svarað fyrir sig og sagt að hún hafi kolbrúnan húmor.
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2009
Um flokksdindla
Nú keppast flokksdindlar Samfylkingarinnar við að lýsa því yfir hve sterk staða Ingibjargar Sólrúnar sé í flokknum. Sömu flokksdindlar hafa margir hverjir lýst yfir framboði í vor. Þetta er hlálegt á meðan sömu dindlar skamma Sjálstæðisflokkinn sem mest fyrir varðstöðuna um Davíð. Hins vegar hafa þeir líklega rétt fyrir sér því þeir sem eru búnir að átta sig á hinu rétta andliti ISG eru flestir búnir að segja sig úr flokknum. Þó svo að það væri mikil gæfa fyrir Samfylkinguna ef ISG ákveður að hætta í stjórnmálum þá er ég ekki viss um að Jón Baldvin Hannibalsson væri rétti maðurinn til að taka við af henni. Hann má samt eiga það að hann er skömminni skárri en aðrir sem koma til greina, þ.á.m. Össur og Jóhanna.
Megi samt Samfylkinging tortíma sér í innanflokkságreiningi ásamt Sjálfstæðisflokknum!
Btw. Hefur eitthvað meira heyrst af fyrirhuguðu framboði grasrótarsamtaka?
Um skoðanakönnunina
Þá er komin ný stjórn. Nú vantar bara nýja kjósendur og þá getum við farið að horfa fram á veginn.