Eftir að ég sagði skilið við Samfylkinguna hef ég smám saman fyllst meiri og meiri andúð á þeim flokki og þeim flokksdindlum sem hann skipa og fylgja. í raun er svo komið að hann fer að nálgast Sjálfstæðisflokkunn á andúðarkvarðanum hjá mér. Röð stjórnmálaflokkanna í mínum huga, frá hinum viðurstyggilegasta til þess illskásta er því í mínum huga núna svona:
-Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsóknarflokkur, Vinstri-grænir-
Allir eru þeir þó slæmir og aldrei held ég að ég eigi eftir að kjósa nokkurn þeirra. Þessi frelsun, að vera laus af klafa flokkapólitíkur hefur einnig opnað augu mín fyrir eðli ákveðinna stjórnmálamanna sem ég taldi vera bara nokkuð í lagi áður en sé nú að eru hinir verstu skúrkar. Því vil ég setja hér fram lista yfir topp tíu ótraustverðugustu stjórnmálamennina (Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væru í sæti 1 og 2 ef þau væru enn að störfum og Geir Haarde í 3):
1. Ólafur Ragnar Grímsson
2. Gunnar Birgisson
3. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
4. Birgir írmannsson
5. írni Johnsen
6. Guðlaugur Þór Þórðarson
7. Illugi Gunnarsson
8. Kristján Möller
9. Jón Bjarnason
10. Siv Friðleifsdóttir