íbyrgð þjóðarinnar

Nú hefur komið í­ ljós að við berum öll ábyrgð á í­slensku bönkunum. Ég er viss um að fólk hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því­ þegar þeir voru einkavæddir og útrásin var í­ sem mestum gangi að allt væri þetta gert á okkar ábyrgð og ef illa færi myndu skuldirnar lenda á þjóðinni. Ég gerði mér a.m.k. ekki grein fyrir því­ og taldi í­ fáfræði minni að þetta kæmi mér ekki við.
Ég hef verið að skoða gamlar bloggfærslur hjá mér og rakst m.a. á þessa frá 31. desember 2003. (Titillinn er bara stafaruna þar sem ég bloggaði í­ Blogger þá og var ekki með titla á færslum. Það sem vakti áhuga minn var þessi kafli:
„Það virðist vera sem Pétur Blöndal átti sig ekki á tilganginum með svona sameignarfélögum eins og SPRON. Það skiptir engu máli þó að tveir þriðju hlutar hagnaðarins af sölunni renni í­ einhvern sjóð til styrktar menningarmálum. Tilgangur hlutafélaga er að skila hluthöfum hagnaði. Tilgangur sameignarfélaga er hins vegar að þjónusta viðskiptavini sí­na án þess að fara á hausinn. Þessi grundvallarmunur á tilgangi félaganna er kannski ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu en ég held að hann hljóti að vera hluti þess að Sparisjóðirnir hafa verið þau fjármálafyrirtæki sem fólk er ánægðast með í­ gegnum tí­ðina. Ég er t.d. mjög ánægður með SPRON. Ég var áður hjá Íslandsbanka og þarna er ólí­ku saman að jafna.“
Ég virðist m.ö.o. hafa verið mjög á móti því­ að stofnfjáreigendur sparisjóða gætu farið með stofnfé sitt eins og hlutabréf.
í færslu skömmu áður, 24. nóvember 2003, segi ég í­ fávisku minni: „Nú tala allir um Kaupþing-Búnaðarbanka og hneykslast stórum. Ekki má ég vera minni maður. Þetta kemur mér samt ótrúlega lí­tið við þar sem ég er ekki í­ viðskiptum við þennan banka.“ (Þarna var um að ræða bónusa sem stjórnendur bankans tóku sér og urðu m.a. til þess að Daví­ð Oddsson fór og tók út peninginn sinn). Ég lýsi s.s. hneykslun minni á siðleysinu sem í­ þessu felst (kannski ekki í­ þessari færslu en öðrum skrifuðum á svipuðum tí­ma) en tel að þetta komi mér í­ raun ekkert við. Nú hefur komið á daginn að það gerði það svo sannarlega.
Ég er ekki að draga þessar bloggfærslur fram til að geta sagt: Na, na, na, bú, bú. Ég sagði ykkur þetta. Ég veit að það voru margir á sömu skoðun og ég á þessum tí­ma, þ.e. að athæfi auðmannanna væri siðlaust en kæmi okkur í­ raun lí­tið við og við gætum lí­tið annað gert en að hneykslast úti í­ horni. Minni á þetta vegna þeirrar umræðu sem ég hef orðið var við að allir hafi tekið þátt í­ vitleysunni, lofsungið framtaksemina og áræðnina og við séum því­ samábyrg fyrir hruninu.
Ætli einkavinavæðing bankanna hefði gengið öðruví­si fyrir sig ef almenningur hefði vitað hvaða ábyrgð hann bar á þeim? Ef fólk hefði almennt vitað að það myndi sitja uppi með skuldirnar ef siðleysingjarnir færu á hausinn með allt saman? Ég held það.
Núna höfum við fengið fréttir af því­ að kröfuhafar í­ Kaupþingi og Glitni eigi að fá að yfirtaka bankana upp í­ kröfur. Um þessa kröfuhafa fáum við lí­tið að vita og heyrst hefur að þetta séu að stórum hluta erlendir vogunarsjóðir, s.s. ekki gamlar og virtar bankastofnanir, heldur áhættufjárfestar í­ lí­kingu við þá sem komu okkur á kaldan klaka. Eiga þeir að fá að reka bankana áfram á í­slenskum bankaleyfum á ábyrgð í­slensku þjóðarinnar? Eigum við aftur að bera klafann af því­ ef þeir renna á rassinn með allt draslið? Ef svo er þá verð ég fyrir mitt leyti að segja nei takk. Ef kröfuhafar eiga að fá bankana upp í­ skuldir verður að fylgja sá fyrirvari að þeir komi þeim úr landi og reki þá á erlendum bankaleyfum. Við eigum ekki að láta einkaaðila fá að leika sér í­ Matador (Monopoly) á ábyrgð almennings.
Menn tala eins og það sé náttúrulögmál að það verði að koma bönkunum aftur úr eigu rí­kisins. Það getur verið að rí­kisbankarnir gömlu hafi verið fyrirgreiðslustofnanir og hluti af hinu pólití­ska valdi. Það getur lí­ka verið að stjórnir þeirra hafi verið spilltar og þjónusta við venjulegt fólk óviðunandi. Ég þori hins vegar að fullyrða að gömlu rí­kisbankarnir hefðu ekki ráðist í­ sömu útrás og fjárhagslegu fí­fldirfsku og einkabankarnir gerðu. Það að eitthvað hafi verið gallað þýðir ekki að ekki megi reyna að bæta það.
Mí­n tillaga er sú að bankarnir verði áfram í­ eigu rí­kisins eða, ef annað er ógerlegt, að kröfuhafar fái að hirða þá og fara með úr landi og rí­kið stofni þá nýjan banka, alveg frá grunni, skuldlausan.