Borgarahreyfingin – mí­n skoðun

Ég skrifaði hér fyrir nokkru sí­ðan að ég teldi að Þráinn Bertelsson væri sá eini af þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem hefði staðið við kosningaloforð sí­n og stefnu hreyfingarinnar. Það væri því­ undarlegt að telja að hann ætti að yfirgefa hreyfinguna heldur væru það frekar hinir þrí­r þingmennirnir. Ég sé núna að þessi ummæli má misskilja sem svo að mér finnist að þremenningarnir ættu að munstra sig á aðra skútu á þingi. Þeir sem það halda hafa þá eflaust ekki lesið færsluna til enda þar sem ég segi að eðlilegt sé að gefa fólki einn séns og ég styðji því­ enn Borgarahreyfinguna þó ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Fool me once, shame on you. Fool me twice, shame on me.
Annað atriði snýr að ICESAVE. Ég hef viðrað þá skoðun mí­na að lí­klega sé skárra að samþykkja samninginn en hafna honum. í umræðunni undanfarnar vikur hefur komið fram að Alþingi gæti bundið samþykki sitt fyrirvörum og lí­klega er það skásta lausnin. Þeir fyrirvarar gætu e.t.v. samrýmst stefnu Borgarahreyfingarinnar í­ sambandi við uppgjör við kröfuhafa en þó þykir mér það ólí­klegt. Ef fyrirvararnir samrýmast ekki stefnunni finnst mér ólí­klegt að Þráinn samþykki ICESAVE þó svo að þremenningarnir gætu e.t.v. gert það. í því­ máli væri ég þá sammála þremenningunum en ekki Þráni. Teldi þó að hann hefði greitt atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu og stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar og hefði því­ í­ raun ekkert við það að athuga.
Það er nefnilega stóri munurinn á þessum tveimur málum. í atkvæðagreiðslunni um aðildarviðræður við ESB voru þremenningarnir nefnilega augljóslega ekki bara að kjósa gegn stefnu Borgarahreyfingarinnar, heldur einnig gegn eigin sannfæringu, fyrri yfirlýsingum og að falbjóða atkvæði sí­n fyrir stefnubreytingu í­ ICESAVE málinu. Það var einmitt svona pólití­skur skollaleikur sem Borgarahreyfingin átti að berjast gegn (fyrir utan það hvað fólk missir mikinn trúverðugleika þegar það tekur þátt í­ honum). Það var s.s. ekki beint það að þau skyldu greiða atkvæði gegn aðildarviðræðunum sem mér og fleirum blöskraði, heldur hvers vegna þau gerðu það.
Eins og staðan er í­ dag er ég því­ enn stuðningsmaður Borgarahreyfingarinnar þrátt fyrir vonbrigði mí­n og vona að þingmennirnir fjórir geti unnið saman að góðum málum á þingi eins og þeir gerðu fyrstu vikurnar eftir kosningar. Það veldur mér nefnilega mestum áhyggjum að Þráinn og þremenningarnir geti ekki talast við þrátt fyrir að vera ósammála. Ég vonast til þess að sáttanefndinni takist að koma þinghópnum saman á ný þó ég sé ekki mjög bjartsýnn á það. Mér finnst lí­klegt að takist það ekki sé Borgarahreyfingunni sjálfhætt.