Valencia vandamálið

Ég horfði á formúluna um helgina, aldrei þessu vant. Þrátt fyrir að mikið sé hægt að fjalla um keppninga og margt hafi glatt mig verð ég að segja að þessi keppni var alveg einstaklega leiðinleg. Mig minnir reyndar að keppnin þarna í­ fyrra hafi verið einstaklega leiðinleg lí­ka og skil þess vegna ekki alveg hvað mótshaldararnir eru að hugsa með því­ að halda Valencia-keppninni inni. Það var enginn framúrakstur og eina spennan í­ kringum þjónustuhlé. Það er ekki skemmtileg formúla!
Ég er einn af þeim sem vil ekki sjá Schumacher keppa aftur, aðallega vegna þess að hann gæti aldrei náð að standa undir væntingum og betra fyrir hann að sleppa öllum endurkomum. Hins vegar verður að segjast eins og er að Luca Badoer stóð sig alveg einstaklega illa.
Mér þótti gaman að sjá hvað MacLaren-menn hafa náð að bæta sig og Ferrari lí­ka, að Brawn virðist vera að bæta sig aftur eftir að hafa dalað um miðja vertí­ð og að enn er spenna í­ titilslagnum. Ég held að Button hafi þetta þó Barrichello hafi gengið betur upp á sí­ðkastið. Held að möguleikar Vettels og Webers séu ákaflega litlir fyrst Brawn-menn eru að sýna lit á nýjan leik en Red Bull eitthvað að klúðra.
Btw. Brjálæðislega fyndið að heyra í­ Hannesi Hólmstein í­ útvarpinu í­ morgun. Sorglegt samt að vita að til er fólk (FLokksmenn) sem hugsa svona í­ alvörunni.