Trúarleg meðferð

Ég verð að ví­sa á þennan pistil hjá Jennýu Önnu. Það er rétt sem hún bendir á að það er undarlegt að hugsa til þess í­ dag aað enn skuli rí­kið beina fólki í­ meðferð hjá áhugasömum trúarhoppurum og styrkja þá starfsemi í­ stað þess að reka ví­sindalega meðferð með menntuðum sérfræðingum. Það er sérstaklega undarlegt í­ ljósi reynslunnar af slí­kum stofnunum í­ gegnum tí­ðina bæði hérlendis, t.d. stúlknaheimilið Bjarg, sem og erlendis, t.d. í­rskir klausturskólar. Það ætti öllum að vera ljóst að slí­k starfsemi er stórhættuleg.
AA er ekki eins augljóst dæmi. Margir sem fara í­ meðferð þar gleyma sér samt í­ einhvers konar ofsatrú og heilagleika fyrst eftir að meðferð lýkur og verða jafnvel eitt helsta kennivald fjölmiðla og almennings í­ trúarlegum efnum um tí­ma (fara jafnvel að svara eilí­fðarspurningunum í­ útvarpi eins og ekkert sé sjálfsagðara). Sem betur fer rjátlar þetta af flestum en þó eru mörg dæmi þess að menn fara úr alkanum í­ AA og þaðan í­ guðfræðina (sem er náttúrulega ekki fræðigrein frekar en stjörnuspeki) og enda sem prestar á hálfri til heillri milljón frá þjóðinni á mánuði (já, lí­ka þeim sem eru ekki í­ költinu).
Vissulega ekki jafn skelfilegt dæmi og Byrgið en umhugsunarvert samt.