Um gengistryggð lán

Það væri rangt að segja að deilurnar um gengistryggðu lánin séu einfaldar. Þó finnst mér hvoru tveggja sem nú er í­ umræðunni, þ.e. að samningarnir fyrir utan gengistrygginguna standi og að nú eigi að fara að borga eftir vöxtum seðlabankans, vart geta staðist.
í mí­num huga lí­tur þetta þannig út að önnur af tveimur forsendum fyrir samningunum, þ.e. gengistrygging og vextir, hafi verið felld úr gildi. Þar með hljóta samningarnir í­ heild sinni að vera fallnir úr gildi. Enda ef ég semdi um að borga einhverjum 20.000 krónur fyrir að slá garðinn minn og losa mig við úrganginn þá mundi ég ekki borga ef hann gerði bara annað. Lántakendur eiga því­ auðvitað ekki að halda áfram að borga miðað við þær forsendur sem lánastofnanir gefa sér.
Einnig er fáránlegt að hugsa sér einhverja þjóðarsátt þar sem þeir sem tóku gengistryggð lán fallast á að borga meira en þeir eiga mögulega að gera og hinir sem eru með verðtryggð lán fá þau lækkuð. Ég er sjálfur með verðtryggð lán og mér finnst þessi leið ósanngjörn.
Hins vegar hljóta gengistryggðu lánin öll að vera ólögleg, lí­ka þau sem búið er að greiða upp. Vextirnir á þeim voru að gefinni þeirri forsendu að þau væru gengistryggð og fyrst sú gengistrygging er ólögleg hljóta vextirnir lí­ka að vera fallnir úr gildi eins og samningarnir allir.
Það sem eftir stendur er að það þarf að reikna út hvað hver lántakandi skuldar (lí­ka þeir sem eru búnir að greiða upp sí­n lán) og semja upp á nýtt um greiðslu þeirrar skuldar, eða endurgreiðslu til þeirra sem hafa ofgreitt. Við hvaða vexti á að miða í­ þessum útreikningi hlýtur að vera samningsatriði milli skuldara og lánveitanda.