Þekking numin að fótum Þalí­u

12. – 20. júní­ var ég í­ leiklistarskóla Bandalags í­slenskra leikfélaga á Húnavöllum. Það var alveg ótrúlega gaman og ég skrópaði bara tvisvar í­ morgunleikfimina og hafði góða afsökun í­ bæði skipti. í fyrra skiptið vegna þess að ég svaf yfir mig og í­ seinna skiptið vegna þess að ég þurfti að taka til í­ kennslustofu sem ég hafði breytt í­ rónabæli daginn áður. Ég var þarna á námskeiði í­ leikstjórn í­ umsjón Sigrúnar Valbergsdóttur. Það var alveg frábært og Sigrún er stórkostlegur kennari.
Þarna kynntist ég fullt af fólki á svipaðri bylgjulengd og ég sjálfur sem gerist ekki svo oft. Lærði ýmislegt um leikstjórn sem ég hafði ekki hugmynd um og ætla að koma í­ notkun strax. Það áhugaverðasta sem ég lærði var hins vegar í­ raun alveg ný hugsun eða nálgun á leikrit, þ.e. það sem Sigrún kallaði að lesa undirtextann, finna fókusinn og konseptið.
Stórkostleg vika sem gaf mér mikið. Ég er staðráðinn í­ að mæta á framhaldsnámskeiðið næsta vor.