Ég er búinn að gera upp hug minn og það er meira að segja talsvert langt síðan. Þrátt fyrir að ég sé algerlega á móti því að kosið sé í þjóðaratkvæðagreiðslu um svona mál þá er það víst ekki í mínu valdi héðan í frá að koma í veg fyrir það svo það er eins gott fyrir mig að taka þátt eins og að sitja heima.
Ég ætla s.s. að kjósa já en verð þó að segja að eftir að auglýsingar já-manna fóru að birtast tóku samt að renna á mig tvær grímur.
Ég meina innantómur hræðsluáróður annars vegar og upptalning „heldri“ manna sem ætla að kjósa já hins vegar. Lá við að ég skipti um skoðun út af þessu. Ég geri fastlega ráð fyrir að auglýsing með afdönkuðum pólitíkusum fæli fólk frekar frá fylgi við málstaðinn heldur en hitt.
Auk þess ætti að banna Tryggva Þór Herbertssyni að tjá sig um málið. Ég held að fleiri gætu ákveðið að kjósa nei bara til að vera á móti TÞH heldur en hann gæti átt möguleika á að fá til fylgis við já-ið.