Hugleiðing um fréttamiðla

Ég skoða fréttamiðla á netinu reglulega og ég verð að segja eins og er að enginn þeirra er að mí­nu mati nógu góður. Helst skoða ég eftirfarandi miðla:
Eyjan.is: Þar eru fréttir frekar hlutlausar og lí­klega með skásta móti. Hins vegar eru athugasemdirnar oft mannskemmandi en veita áhugaverða innsýn í­ hugarheim „bolsins“.
Pressan.is: Varla fréttavefur heldur slúðursí­ða en ágætis uppspretta „furðulegra frétta
DV.is: Er lí­klega skásti fréttamiðillinn en missir sig stundum í­ æsifréttamennsku. Þó ekki það oft að ég sjái frétt þar inni núna sem ég mundi flokka þannig. Svolí­tið mikið lí­ka af „fólk í­ fréttum“ fréttum. Þetta er samt lí­klega sá fréttamiðill sem helst er að treysta, nema formúluvefnum sem er yfirleitt úreltur (nýjasta frétt í­ dag er af æfingum fyrir Spánarkappaksturinn um sí­ðustu helgi.

Einnig lí­t ég stundum á:
Mbl.is: Sem er í­ raun ekki fréttamiðill heldur delerí­um vitstola gamalmennis. ígætt samt að skoða hvað „náhirðin“ er veruleikafyrrt. Þar er samt ágætis formúluvefur.
Visir.is: Þetta er náttúrulega bara vefhluti Fréttablaðsins og Stöðvar2. í raun allt í­ lagi en fréttir sem tengjast eigendunum mjög óáræðanlegar. Lí­ka ágætis formúluvefur.
Smugan.is: Er náttúrulega ekki fréttamiðill heldur flokksmálsgagn Vistri grænna. Það er ágætt að skoða þann hugarheim, en óvarlegt að halda að „fréttirnar“ séu annað en sýn vinstri manna á málin.
Timinn.is: Óþarfi að segja annað um hann en að hann er alveg eins og Smugan.is ef við klippum út Vinstri græn og setjum Framsóknarflokkinn í­ staðinn.

Ég skoða hins vegar aldrei:
AMX.is: Af augljósum ástæðum. Það veldur mér hins vegar vonbrigðum hvað B2.is ví­sa oft þangað og fær mig til að halda að umsjónarmenn þess vefjar séu e.t.v. ekki alveg nógu raunveruleikatengdir.

Ef það eru fleiri fréttavefir í­ gangi þá veit ég ekki af þeim. Vonandi uppfylla einhverjir þeirra það að vera með vel unnar fréttir og óbrenglaðar.