Og svona er þetta þá að fara …

Eftir hrun voru margir möguleikar á því­ hvernig myndi fara. Flestir vonuðust til þess að við myndum læra af þessu, gagnsæi, réttlæti og hreinskilni yrði metin að verðleikum. Versti kosturinn virðist hins vegar hafa orðið ofan á, þ.e. að fátt hefur breyst og það litla sem þó hefur breyst hefur breyst til hins verra. Þjóðremba, persónulegar árásir og ní­ð og sí­ðast en ekki sí­st óréttlæti hefur aukist gí­furlega frá hruni.
Það er ekki núverandi stjórnvöldum að kenna en á móti kemur að þau eru svo föst í­ gömlu fari leyndarhyggju, hagsmunapots og spuna að þau hafa ekkert gert til að sporna við þessari þróun sem helst má rekja til hrunvaldanna sjálfra, bankamannanna, stjórnmálamannanna, fjölmiðlamannanna (ekki hvað sí­st á RúV) og útrásarmannanna.
Við horfum sem sagt upp á það að dómskerfið er hrunið (nýtur einskis trausts og allir vita að þangað er ekkert réttlæti að sækja), alþingi er hrunið (nýtur einskis trausts og allir vita að það er valdalaust verkfæri stjórnvalda) og stjórnsýslan er hrunin (nýtur einskis trausts og allir vita að hún berst gegn almannahagsmunum og fyrir fjármagnseigendum).
Tölur um flutninga fólks úr landi sýna þetta og eina ástæðan fyrir því­ að þær tölur eru ekki hæri er vegna þess að ekki hafa allir tækifæri til að fytja úr landi.
Þegar ofan á þetta bætist að meirihluti landsmanna virðist láta siðleysingjana blekkja sig, t.d. til að kjósa sjálfstæðisflokkinn o.fl. þá missir maður móðinn.
Ég held meira að segja að þó að Ísland næði besta samningi við ESB sem um getur, þó að hann jafngilti því­ að ESB gengi í­ Ísland en ekki öfugt, þó að allir hagsmunir bænda og útgerðar yrðu tryggðir, þá mun þjóðin aldrei samþykkja inngöngu í­ ESB. Þó að það þýði áframhaldandi okur á í­slenskum fjölskyldum í­ formi tolla og innflutningshafta, þó það þýði mörg hundruð þúsunda króna kostnað á hverja einustu fjölskyldu til að viðhalda ónýtum gjaldmiðli og fjármálakerfi, þó það þýði áframhaldandi kúgun fjármagnsins á fjöldanum, ÞÁ VERíUR HÆGT Aí TEYMA LANDANN Á ASNAEYRUM ÞJÓíREMBUNNAR Aí KJÖRBORíINU TIL Aí SEGJA NEI!
Ég hef því­ miður misst alla von fyrir þessu landi, ekki einu sinni bylting myndi bjarga því­. Þjóðin er of auðtrúa og þröngsýn til að láta bjarga sér en einmitt nógu auðtrúa og þröngsýn til að láta ljúga að sér.