106906366707007164

Frænka konunnar kom í­ heimsókn um helgina. Gaman af því­. Drukkið kaffi og spjallað og allt það. Hins vegar sagði hún nokkuð áhugavert sem kom mér sem kennara talsvert á óvart. Svo er mál með vexti að kona þessi á dóttur sem gengur í­ MA og á foreldrafundi um daginn var verið að kynna námið og skólann fyrir foreldrum. Kom þá í­ ljós að stór hluti nemenda hefur ekki staðist samræmd próf (helst í­ stærðfræði) en situr samt í­ byrjunaráföngum og fær aukatí­ma.
Til að byrja með ætlaði ég nú bara alls ekki að trúa þessu. Minn skilningur er sá að ef nemendur taka samræmt próf í­ ákveðinni grein og falla á því­ þurfi þeir að fara í­ almennan áfanga fyrst sem gefur ekki einingar til stúdentsprófs. Frænkan hélt því­ hins vegar til streitu að þetta væri það sem hefði verið sagt. Ljótt ef satt er. Hér er lí­klega verið að lí­ta til einhvers meðaltals samræmdrar- og skólaeinkunnar. Einhver aumingjagæska sem leyfir krökkum að halda áfram þrátt fyrir að standast aldrei kröfur. Sögunni fylgdi hins vegar að dóttir frænkunnar ætti erfitt með að fylgjast með í­ stærðfræði vegna hávaða og láta í­ bekknum.
Þarna er sem sagt að gerast nákvæmlega það sama og í­ grunnskólunum. Nemendum sem aldrei fylgjast með, aldrei standast kröfur og gera ekki annað í­ tí­mum en að skemma fyrir hinum er hleypt áfram og þar að auki veitt meiri aðstoð en hinum sem vilja læra og standast kröfurnar. Það á sem sagt að fara að eyðileggja framhaldsskólana lí­ka eins og búið er að eyðileggja grunnskólana!
Mér finnst lausnin liggja í­ því­ að skipta skólakerfinu fyrr upp í­ bóklegt nám: verslunarnám, fræðilegt nám o.s.frv. og Raunhæft nám: almennt nám, iðnnám o.s.frv. (jafnvel strax eftir 4. bekk)! Þessi gamla aðferð að beina öllum í­ sama farið, í­ ódýrasta námið til tuttugu ára aldurs, er að drepa niður allan metnað í­ skólum landsins. Það gala allir um fjölbreytt nám en svo er ekkert gert í­ því­ af því­ að það er svo dýrt og enginn hefur kjark til að taka menntastefnuna sem var mótuð fyrir börn heldra fólks í­ lok 19. aldar og laga hana að nútí­manum.