108817115278859802

Tölvan er í­ algeru fokki. Það er mjög misjafnt hvort hægt sé að kveikja á henni eða ekki og ef það tekst er engin leið að vita hversu lengi hægt er að vera í­ henni þangað til skjárinn verður blár og skilaboðin kernel_data_inpage_error birtast og hún slekkur á sér. Eins og gefur að skilja er þetta ákaflega hvimleitt.
Dagur er farinn á skátamót. Fór í­ gær og verður í­ tjaldi út á Hömrum fram á sunnudag. Við Gulla ætlum nú að heimsækja hann á eftir og sjá hvernig hann hefur það. Það merkilega við þetta er að honum fannst það ákaflega spennandi að ganga fimm kí­lómetra með þungan bakpoka á skátamót til að tjalda og sofa þar á einangrunardýnu í­ þrjá daga og borða einhvern útilegumat. Foreldrar hans skulfu af hryllingi við tilhugsunina!
Þjóðverjar eru dottnir út úr EM og mér er eiginlega alveg sama. Þeir voru lélegir. Samt ekki eins slæmir og ítalir sem voru bæði lélegir og leiðinlegir. Englendingar eru lí­ka dottnir út en voru samt góðir (ákaflega óheppnir að tapa á móti Frakklandi). Frakkland fer í­ taugarnar á mér. Ég veit ekki afhverju. Ætli þeir vinni þá ekki bara?
Best að hætta þessu áður en tölvan frí­kar út aftur!