Af hverju í ósköpunum ætli það sé ekki búið að selja þetta hús? Ég meina, einbýlishús á besta stað í bænum á tæpar 14 millur. Það er líka búið að vera það lengi á sölu að það er örugglega hægt að fá það á 12. Ef ég hefði átt aðeins meiri pening þegar ég var að kaupa hefði ég keypt þetta hús. Það er líka búið að vera að vinna eitthvað í því í allt sumar. Laga þakið o.fl.
í kvöld fór ég með Kára að fleyta skipi sem hann smíðaði í skólanum síðasta vetur á tjörninni og það var bara mjög gaman. Núna er hann staðráðinn í að búa til segl á skipið svo það sigli betur. Það er hægt að sjá myndir af þessu hjá Gullu.