109233059327741202

Þessar bækur hef ég verið að lesa upp á sí­ðkastið:

Red Dwarf eftir Grant Naylor. Grí­n SF en ekki jafn gott og Douglas Adams.
Better than life sem er framhald af Red Dwarf.
A short history of nearly everything eftir Bill Bryson sem er sagan frá mikla hvelli til okkar daga.
Foundation bækurnar eftir Isaac Asimov. Ég er búinn með Prelude to Foundation, Foundation, Foundation and Empire, Foundations Edge og Second Foundation en á eftir að lesa Foundation and Earth Grundvallarrit í­ SF en hafa ekki staðist tí­mans tönn mjög vel, t.d. reykja allir í­ framtí­ðinni eftir 30.000 ár alveg eins og 1950.
Nordmosen eftir Arnald Indriðason. Þetta er Mýrin á dönsku. Mig langaði til að lesa hana aftur en hún var ekki til á í­slensku á bókasafninu.
Who’s afraid of Beowulf eftir Tom Holt. Hann er svolí­tið svipaður Terry Pratchett bara ekki alveg eins góður. Las lí­ka tvær aðrar eftir hann nýverið:
Nothing but blue skies sem fjallar um kí­nverska veðurdreka og
My Hero sem fjallar um rithöfund sem missir stjórn á aðalhetjunni sinni.
DaVinci Lykilinn fékk ég í­ afmælisjöf og las á tveimur dögum. Ég hafði reyndar beðið um þessa en hún var ekki til.
í staðin keypti ég mér The Wee Free Men um daginn og PTerry sví­kur aldrei.

Þá held ég að þetta sé upptalið í­ bili en sjálfsagt er ég að gleyma einhverju.