109274781295971602

Fagur og góður týsdagur! Ég var á fundi dönskukennara á Akureyri í­ morgunn og þeir eru allir sannfærðir um að danska skipti einhverju máli! Það fannst mér undarlegt. Ég samþykkti að kenna dönsku vegna þess að mér þykir hún skemmtileg og nytsamleg sumum að sumu leiti. En að hún sé mikilvæg, það er af og frá.

Annars gleymdi ég einni hljómsveit í­ upptalningunni um daginn sem ég hlustaði mikið á og var í­ miklu uppáhaldi, en það er Eurythmics. Mundi þetta bara allt í­ einu þegar ég heyrði Thorn in my side í­ útvarpinu áðan. Með þeim átti ég þó heilar þrjár plötur: Be yourself tonight, Revenge og Greatest Hits.

Af einhverjum ástæðum þá hreifst ég ekkert af Duran Duran eða Wham á þessum tí­ma. Það kom ekki fyrr en seinna. Samt átti ég Arena og fannst hún góð. Það var ekki fyrr en upp úr 1990 þegar Decade kom út að ég fór að fí­la þá almennilega. Núna er ég náttúrulega forfallinn Duran Duran aðdáandi og hlusta á lí­tið annað. Nema auðvitað Eurovision.