109467775028512358

Finnbogi formaður lýsir því­ yfir í­ fjölmiðlum að hann verði alltaf svartsýnni og svartsýnni á að það náist samningar fyrir 20. í­ kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Maður vonar að þetta sé trix hjá honum til að fá sveitarfélögin til að slaka á kröfunum. Það kom upp sú hugmynd á kennarastofunni að ljósrita launaseðil, strika yfir nafnið á honum og hengja upp niðri í­ Nettó. Var fallið frá því­. í staðinn eru hér upplýsingar úr launatöflunni. Grunnskólakennari með þriggja ára háskólanám, umsjónarbekk og sem hefur kennt meira en fjögur ár fær í­ laun á mánuði kr. 170.249. Fái þessi kennari þrjá flokka til viðbótar úr launapotti (það ku vera meðaltalið. Hann gæti allt eins fengið minna) verður þessi tala 186.035 kr. Það er fyrir fulla kennslu, fundi, foreldrastarf, fagumsjón o.s.frv. Þessi kennari er að fá um 125.000 kr. útborgaðar og þetta eru ekki lægstu launin. (Til samanburðar má benda á að í­ Bylgjuna hringdi í­ gær öryrki og spurði hvernig ætti að vera hægt að lifa af 105.000 kr. á mánuði, en það var upphæðin sem sá einstaklingur hafði á mánuði þegar allt var talið til. Meðal kennaralaun eru sem sagt u.þ.b. 20.000 kr. hærri!) Það væri gaman að sjá til samanburðar hvað Kristján Þór Júlí­usson kvenfyrirlitningur hefur í­ mánaðarlaun!
Komi til verkfalls er ég samt hræddastur um að bankarnir fari að bjóða kennurum lán á hagstæðum kjörum til að fleyta þeim í­ gegnum þetta (les. sökkva þeim dýpra í­ skuldir og hafa af þeim vaxtatekjur). Spurning samt hvernig rí­kið og atvinnulí­fið brygðust við ef bankarnir færu að halda fólki uppi í­ verkfalli. Það getur varla verið bannað að taka lán í­ verkfalli eða að bjóða fólki í­ verkfalli lán? Vona bara að þeir fatti þetta ekki.
BBíB (Þetta er margfræg tilvitnun í­ Tí­gra í­ Bangsí­mon og því­ ekki á sama lága plani og skammstafanagrí­nið í­ vinnunni)