109647799380279425

Þá er Geir kallinn Haarde búinn að skipa Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara. SURPRISE, SURPRISE!

Ég hafði mig loks í­ að útbúa ársreikningana (eða rekstrarreikninginn eins og þetta á ví­st að heita) um miðnæturbilið í­ gær og var að þangað til klukkan var að verða sex. Þá gekk dæmið að ví­su ekki enn alveg upp en það var vegna þess að mig vantaði reikningsyfirlit frá því­ í­ nóvember á sí­ðasta ári. Hins vegar fannst mér ekki taka því­ að fara að sofa svo ég skellti mér bara í­ sturtu og hékk svo á netinu þangað til Gulla fór á fætur. Skutlaði henni svo í­ vinnuna, vakti strákana, náði í­ yfirlitið í­ bankann og kláraði reikninginn. Mér til mikillar furðu þá gekk þetta alveg upp að lokum og gjöldin að viðbættri innistöðuni í­ upphafi tí­mabils var sama upphæð upp á krónu og tekjurnar plús innistaðan núna! Það hefur mér alltaf fundist vera eins og einhver galdur þegar maður fær svona rekstrarreikninga í­ hendurnar. Svo komu endurskoðendurnir kl. 13 og fóru yfir þetta hjá mér og sögðu að þetta væri bara allt í­ fí­na og tip top og allt og ég gat varla hamið mig af sjálfsánægju. Litlu verður Vöggur feginn. Svo fór ég heim og spilaði Trivial Pursuit við strákana mí­na og núna er ég að fara að elda kvöldmat (ég veit að klukkan er bara fimm) og svo ætla ég að fara að sofa!

Góða nótt.