Hér einu sinni bjó ég til aðra blogsíðu þar sem ég setti inn myndir af kvöldmatnum mínum og uppskiftirnar jafnvel líka. Þetta held ég að ég hafi gert í u.þ.b. tvo mánuði. Svo gafst ég upp á því.
í staðinn breytti ég síðunni í bókagagnrýni. Ætlaði að segja frá því hvaða bækur ég væri að lesa og skrifa svo gagnrýni um þær. Komst svo að því fljótlega að ég les allt of mikið til þess að geta haldið svoleiðis síðu úti, fyrir utan það að ég les yfirleitt nokkrar bækur í einu. Núna er ég t.d. að lesa Revelation Space eftir Alastair Reynolds, Hvunndagshetjuna eftir Auði Haralds, The Curious Incident of the Dog in the Night-Time eftir Mark Haddon og Á villigötum eftir Henning Mankell.
Ég nenni ekki að leita að þessum bókum á Amazon (Á villigötum heitir: Villospí¥r á frummálinu) og linka á þær. Þið getið bara flett þeim upp sjálf ef þið viljið vita meira um þær.
Tengdamóðir mín minnti mig hins vegar á að hérna um árið skrifaði ég heila skáldsögu í sumarleyfinu mínu sem ég gerði svo ekkert meira við. Jú, reyndar lét ég mömmu mína og bróður lesa hana yfir, en ég hef ekkert gefið mér tíma í að endurskrifa hana og fara almennilega yfir hana.
Þetta var svona fantasíu-grínsaga í anda bóka Terry Pratchett og Douglas Adams og fjallaði um tvo misheppnaða galdramenn, þá Alle Veje og Hele Klappet sem fara ásamt geimveruvini sínum honum Tomma að leita að fornri galdraborg og bjarga heiminum í leiðinni. Var bara nokkuð fyndið á köflum ef ég man rétt.
Þess vegna var ég að hugsa um að setja þessa sögu inná hina síðuna mína (svona smám saman og endurskrifa hana „í beinni“ ef ég nenni. Skelli tengli hér við hliðina seinna. Svo er bara að sjá hvort maður hafi úthald í þetta.