109797082335686727

Hér einu sinni bjó ég til aðra blogsí­ðu þar sem ég setti inn myndir af kvöldmatnum mí­num og uppskiftirnar jafnvel lí­ka. Þetta held ég að ég hafi gert í­ u.þ.b. tvo mánuði. Svo gafst ég upp á því­.
í staðinn breytti ég sí­ðunni í­ bókagagnrýni. Ætlaði að segja frá því­ hvaða bækur ég væri að lesa og skrifa svo gagnrýni um þær. Komst svo að því­ fljótlega að ég les allt of mikið til þess að geta haldið svoleiðis sí­ðu úti, fyrir utan það að ég les yfirleitt nokkrar bækur í­ einu. Núna er ég t.d. að lesa Revelation Space eftir Alastair Reynolds, Hvunndagshetjuna eftir Auði Haralds, The Curious Incident of the Dog in the Night-Time eftir Mark Haddon og Á villigötum eftir Henning Mankell.
Ég nenni ekki að leita að þessum bókum á Amazon (Á villigötum heitir: Villospí¥r á frummálinu) og linka á þær. Þið getið bara flett þeim upp sjálf ef þið viljið vita meira um þær.
Tengdamóðir mí­n minnti mig hins vegar á að hérna um árið skrifaði ég heila skáldsögu í­ sumarleyfinu mí­nu sem ég gerði svo ekkert meira við. Jú, reyndar lét ég mömmu mí­na og bróður lesa hana yfir, en ég hef ekkert gefið mér tí­ma í­ að endurskrifa hana og fara almennilega yfir hana.
Þetta var svona fantasí­u-grí­nsaga í­ anda bóka Terry Pratchett og Douglas Adams og fjallaði um tvo misheppnaða galdramenn, þá Alle Veje og Hele Klappet sem fara ásamt geimveruvini sí­num honum Tomma að leita að fornri galdraborg og bjarga heiminum í­ leiðinni. Var bara nokkuð fyndið á köflum ef ég man rétt.
Þess vegna var ég að hugsa um að setja þessa sögu inná hina sí­ðuna mí­na (svona smám saman og endurskrifa hana „í­ beinni“ ef ég nenni. Skelli tengli hér við hliðina seinna. Svo er bara að sjá hvort maður hafi úthald í­ þetta.