111391731626104713

Jæja, nú vill Össur sameina Samfylkinguna og Vinstri-græna. Ég held að ef það væri grundvöllur fyrir því­ þá hefðu Vinstri-grænir aldrei orðið til til að byrja með. Ég meina það hlýtur að hafa búið meira að baki en að Steingrí­mi J. fannst hann ekki hafa nógu stórt vægi innan Samfylkingarinnar. Ég er ósammála VG um margt, t.d. veruna í­ NATÓ, Evrópusambandið, einkavæðingu og sumt varðandi umhverfismál.
Ég er reyndar ekki heldur sáttur við hvað Samfylkingin virðist vera fús til að einkavæða í­ velferðarkerfinu. Mér finnst ég samt eiga meiri samleið með þeim. í mí­num huga er ljóst að þessir tveir flokkar gætu vel unnið saman, en sameinast geta þeir ekki. Ég gæti samt alveg hugsað mér að kjósa VG í­ bæjarstjórnarkosningunum hér á Akureyri, a.m.k meðan aðalmál Samfylkingarinnar í­ bæjarmálunum er að rí­ghalda í­ Reykjaví­kurflugvöll.
Svo finnst mér ekki ýkja trúverðugt þegar maður sem hefur sett lög á nýgerða kjarasamninga kennara og skrifað undir lög á verkfallsrétt þeirra talar hátí­ðlega um þjóðarsátt um menntakerfið og stofnar til menntaverðlauna. Ég er að sjálfssögðu að tala um forsetann. Ég er ekki viss um hvort Íslensku menntaverðlaunin eru eitt versta dæmið um hræsni og yfirborðsmennsku sem ég hef séð eða hvort þau eru dæmi um að maðurinn sé að snúa af villu sí­ns vegar og reyna að bæta sig. Ég vil náttúrulega trúa því­ sí­ðarnefnda því­ ég er að reyna að hafa trú á hinu góða í­ manninum.