111798879140638304

Það er ví­st Sjómannadagurinn í­ dag. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var á leið á Glerártorgið að kaupa plaststóla í­ skotið á bakvið hús. ístæðan var sú að mér varð á að kveikja á útvarpinu og heyrði þar einhvern framagosann mæra kvótakerfið í­ hástert. Man að það urðu einhverjar umræður einhversstaðar vegna einhvers ræðumanns á Sjómannadaginn einhverntí­mann. Maður sem var landskunnur andstæðingur sjómannaforrystunnar og hafði tekið þátt í­ því­ sem Alþingismaður að setja lög á sjómenn átti að halda hátí­ðarræðuna.
Þetta fyrirbæri er þó ekki einstakt fyrir sjómenn. Nú um daginn voru í­slensku Menntaverðlaunin afhent og þá komu kennarar hvaðanæva að af landinu skrí­ðandi til að þiggja klapp frá sömu hendi og skrifaði undir lög gegn þeim fyrir áramót. Stjórn BKNE (sem ég er hluti af) hefur lí­ka boðið yfirmanni skóladeildar Akureyrar að flytja ávarp á væntanlegu haustþingi. Það er maðurinn sem atti aðstoðarmönnum sí­num á foraðið og hélt því­ fram að kennarar landins væru að steypa ungdómnum í­ eiturlyfjaneyslu og jafnvel stuðla að aukinni tí­ðni sjálfsmorða með verkfallsaðgerðum sí­num (já, ég geri mér grein fyrir því­ hversu viðurstyggilega ósmekklegt þetta er en það gerði viðkomndi lí­klega ekki). Þessi maður á sem sagt að fá að ávarpa haustþing kennara á Norðurlandi eystra.
Það eru fleiri duglegir að kyssa vöndinn en sjómenn.
Þetta minnir mig á að Menntamálaráðherra sá sér ekki fært að ávarpa Kí-þingið heldur sendi aðstoðarmann sinn í­ staðinn. Þetta þótti flestum merki um að ráðherrann væri gunga. Sjálfum fannst mér í­ hæsta máta óeðlilegt af Kí að bjóða menntamálaráðherra á þingið eftir það sem á undan var gengið og er hjartanlega sammála ákvörðun hennar að koma ekki. Menn eiga ekki að láta eins og svona átök og kjarabarátta sé eins og hver annar fótboltaleikur og svo séu menn bara vinir á eftir. Þegar um er að ræða lí­fsviðurværi mitt og ásakanir um að leiða unglinga út í­ fí­kniefnaneyslu þá er ég hvorki til í­ að fyrirgefa mönnum það né umgangast þá ótilneyddur.