Þá er maður bara kominn í sumarfrí. Það er nú samt búið að vera nóg að gera. Fyrsti eiginlega frídagurinn var í dag. Fór með strákana í Sandvíkina og þar höfðum við það næs með tengdaforeldrunum, Jóa mág og kærustunni hans fram á kvöld. Náði samt að horfa á formúluna með Faxe Red mér í hönd.
Það var leiðinlegt að sjá Montoya dæmdan úr leik en hann fór víst út af þjónustusvæðinu á rauðu ljósi og það má ekki. Kannski hann hafi ekki séð ljósið en mér finnst þetta einhvernveginn benda til ákveðinna persónuleikavandræða hjá honum eins og önnur atvik sem hafa víst átt sér stað fyrr á árinu. Fíflaskapur á æfingum og eitthvað svoleiðis. Raikkonen vann og það var gott. Líka gaman að sjá hvað Ferrari-menn voru sprækir. Að vísu duttu Renault ökumennirnir úr leik en þetta bendir þó allt til þess að tímabilið í ár verði meira spennandi og skemmtilegra en undanfarin ár.
Núna er ég kominn heim og sit með rauðvínsglas við tölvuna. Gulla farin til Hvammstanga í nokkra daga og ég er einstæður faðir á meðan. Svo ætlum við suður á 17. júní í höfuðborginni og djamm með gömlum Hvammstenglum í Sandgerði. Ef viðgerðin á bílnum verður ekki of dýr. Ef það fara einhverjir tugir þúsunda þar þá verður bara 17. júní hér á Akureyri og ekkert djamm. Sjálfum er mér nokkurn veginn sama en ég veit að strákarnir eru búnir að hlakka til að komast suður til afa og ömmu og Bjössa frænda.
BBíB!