112130188310584921

Heimsbókmenntir á hundrað krónur. Á Mikkavef sér maður alltaf upphafsorð nýrra blogga og þetta er tilraun til að veiða hingað lesendur. Hins vegar er þetta engin lygi því­ á göngugötunni í­ gær, fyrir framan Bókabúð Jónasar, rak ég augun í­ körfu þar sem verið var að bjóða upp á gamlar kiljur á 100,- kr. Við nánari skoðun reyndust þetta vera enskar útgáfur af Rauðu serí­unni eða einhverju álí­ka með einstaka lí­tt- eða óþekktum spennusögum inn á milli. í allri þessari ómegð bóka fann ég samt perlu. Þeir tveir rithöfundar sem ég hef í­ mestum metum eru Terry Pratchett og Douglas Adams heitinn en báðir hafa þeir í­ ræðu og riti mært P.G. Wodehouse þann hinn sama og skrifaði bækurnar um Jeeves og Wooster sem sjónvarpsþættirnir sí­vinsælu voru gerðir eftir hér um árið. Þarna mitt í­ körfunni rak ég sem sagt augun í­ forláta kilju með titlinum JEEVES eftir umræddan P.G. Wodehouse verðlagða á kr. 100,- sem mér þótti kjarakaup. Á kápuna er samt prentað með ákaflega stóru letri 25c sem er nú lí­klega ekki nema rétt rúmlega 15,- kr. Það á sér hins vegar þá útskýringu að bókin er gefin út af PocketBOOKS inc, New York, árið 1942 og er 12. prentun af kilju sem kom upphaflega út 1939 en sagan kom fyrst út í­ harðspjaldaútgáfu 1923. Á þessum tí­ma hafði PocketBOOKS inc gefið út 160 kiljur og það er listi með titlunum í­ bókinni sem ég keypti. Annað sem er mjög merkilegt við þessa kilju er að hún er með mun þykkari og harðari kápu en nútí­makiljur og fremst í­ henni er meðal annar að finna þessa tilkynningu: IMPORTANT NOTE. This book is not a condensation or a digest of the original. It is the complete book.
Leturbreytingar eru ekki mí­nar! Þetta er svona í­ bókinni. Á þessum tí­ma hafa kiljuútgáfur bóka e.t.v. verið að hefjast og því­ þurft að sannfæra fólk um að hér væru á ferð alvöru bækur með þykkum kápum og svona tilkynningum. Á svipuðum stað í­ bókinni eru lí­ka mjög áhugaverðar tölulegar upplýsingar: Bókin JEEVES kom fyrst út árið 1923 og sú útgáfa seldist í­ 7.000 eintökum. Hún var sí­ðar endurprentuð hjá öðrum útgefanda og seldist í­ þeirri útgáfu í­ 16.000 eintökum (svo hefur hún augsýnilega komið út hjá PocketBOOKS og selst vel því­ þeir eru alltaf að endurprenta hana). En 7.000 eintök í­ fyrstu útgáfu (að því­ er ég held í­ Bandarí­kjunum) er nú ekki mjög mikið. Eru ekki metsölubækur á Íslandi (s.s. Harry Potter og Arnaldur Indriða) að seljast í­ svoleiðis upplagi? Þetta hljómar a.m.k. lí­tið í­ milljónasamfélagi eins og Bandarí­kjunum þó það hafi verið á 3. áratugnum (það er fyrir kreppuna).
P.G. Wodehouse virðist hins vegar ekki ætla að bregðast vonum mí­num því­ bókin er glimrandi góð og alveg einstaklega skemmtileg lesning. Stí­llinn er svo dásamlega breskur og yfirstéttarlegur að það er hreinlega yndislegt! Mig furðar ekki að Pratchett og Adams hafi báðir tekið þennan höfund sér til fyrirmyndar því­ hann er dásamlegur.