sveitarstjórnarkosningar

Á laugardaginn verður gengið til kosninga í­ sveitarstjórnum landsins. Ég ákvað hvað ég ætlaði að kjósa um leið og Oktaví­a hætti í­ Samfylkingunni en kannanir hafa leitt í­ ljós að það er undarlega margt fólk út um allt land sem ætlar ekki að kjósa sama flokk og ég. Það er svo sem í­ góðu lagi því­ fólk á að sjálfssögðu að fylgja eigin sannfæringu í­ þessu máli sem öðrum. Jafnvel kjósa Framsókn finnist því­ það skynsamlegt.
Hins vegar finnst mér undarlegt allt það fólk sem barðist fyrir endalokum R-listans en kemur nú af fjöllum þegar ljóst er að Sjáfsstæðisflokkurinn mun að öllum lí­kindum ná meirihluta í­ Reykjaví­k og það án þess að bæta við sig fylgi svo neinu nemi. Ég kenni Vinstri-grænum um endalok R-listans hvað svo sem þeir segja við því­ og kannski er það alrangt hjá mér. Það mun koma í­ ljós þegar fram lí­ða stundir. Það verður samt varla gaman fyrir félagshyggjuflokkana í­ borginni að þurfa að lifa við það að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda því­ vissulega á hann það þeim að þakka en ekki sjálfum sér. Ef svo undarlega vill til að Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta þá lí­tur út fyrir að það verði ekki hægt að mynda starfhæfan meirihluta án hans. Sjáið þið fyrir ykkur meirihluta Samfylkingar, VG, Frjálslyndra og Framsóknar? Meirihluta þar sem Samfylking hefði helming fulltrúa á við hina en þyrfti að lúffa í­ hverju málinu á fætur öðru til að halda meirihlutanum saman? Meirihluta sem yrði að halda flugvellinum í­ Vatnsmýrinni til að missa ekki Frjálslynda?
Samt held ég að enginn flokkur sé reiðubúinn í­ samstarf við Sjálfstæðismenn enda væri það pólití­skt sjálfsmorð fyrir alla nema Frjálslynda (kannski þá lí­ka samt). Ég spái stjórnarkreppu í­ Reykjaví­k nema Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta sem reyndar eru allar lí­kur á.
Hér á Akureyri blasir við sama vandamál. Meirihlutinn er pottþétt fallinn en Samfylking og VG fá lí­klega ekki nema 5 fulltúra samanlagt (það er samt 3 meira en sí­ðast). Ætli þeir að mynda meirihluta verða þeir þá að vinna með L-listanum eða Framsókn (eða jafnvel báðum fái þeir bara 4 menn) og það hljómar nú ekki vel. Samt lí­klega ekki jafn slæmt fyrir flokkana að fara í­ meirihlutasamstar með Sjálfstæðisflokknum á Akureyri og í­ Reykjaví­k. Ég var samt farinn að vona að við myndum losna við Kristján Þór.
Draumaúrslitin eru ef Samfylking nær 5 fulltrúum í­ Reykjaví­k. Þá held ég að best væri að vera í­ minnihluta með VG gegn Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. Það myndi væntanlega þýða að Frjálslyndir þurkuðust út eftir fjögur ár og Samfylking og VG næðu hreinum meirihluta.
Á Akureyri væri flott ef Samfylking og VG næðu þremur hvor og kæmust í­ meirihluta en það er lí­klega ákaflega óraunsætt. Þessir flokkar eiga samt góðan möguleika á að fá fimm og mynda meirihluta án Sjálfstæðisflokksins.
í öðrum sveitarfélögum væri gaman að sjá Samfylkinguna halda meirihlutanum í­ Hafnarfirði, Sjálfstæðisflokknum mistakast að ná meirihluta í­ Kópavogi og írborg. Það væri einnig gaman að sjá í-listann ná meirihluta á ísafirði og F-listann ná fjórum mönnum í­ Fjarðabyggð. Það væri mjög skemmtilegt ef kunningi minn hann írni Rúnar kæmist inn með öðrum manni á Höfn og vinur minn hann ígúst kæmist í­ meirihluta í­ Húnaþingi-vestra. Báðir þessir menn eru á réttum stað í­ pólití­k sem verður því­ miður ekki sagt um félaga Sturlu Þorsteinsson sem er ákaflega fí­nn náungi þrátt fyrir að vera Sjálfstæðismaður. Það er hins vegar borin von að Sjálfstæðisflokkurinn haldi ekki meirihlutanum í­ Garðabæ þar sem Sturla er í­ framboði.
Læt þetta nægja í­ bili, en eins og þið sjáið er ég mjög bjartsýnn á þetta alls staðar nema í­ höfuðborginni.